Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 8

Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 8
6 MORGUNN ar ríkir höfðingjar tóku sér fyrir hendur að ganga til dæmis til Rómaborgar. Þannig var sagt frá þvi, þegar Sturla Þórð- arson gekk til Rómaborgar til þess að láta hýða sig fyrir dyr- um allra höfuðkirkna. Þá var og sagt frá svartagaldri, sem orsakaðist af því, að páfarnir bannfærðu hver annan. Hann barst til íslands með hinum norska biskupi, Gottskáli grimma. Mikið orð fór af Rauðskinnu hans. Nikulás ábóti á Munka- þverá segii-: „Rómaborg er yfir öllum borgum og hjá henni eru allar borgir að virða sem þorp, því jörð og steinar og stræti öll eru roðin blóði heilagra manna“. Og enn segir hann, að enginn sé svo fróður, að vist sé að hann viti allar kirkjur í Rómaborg. Ekki getur hann margra listaverka. En helgra manna getur hann. Þar er blóð Krists og klæði Maríu og mikill hlutur beina Jóhannesar skírara. Þar er umskurður Krists og mjólk úr brjósti Maríu, hluti af þorngjörð Krists og kyrtli hans, og margir aðrir helgir dómar geymdir í einu gullkeri miklu. Og svo gerist það, að sá draumur minn rætist, að fá að fara utan, og var ferðinni meðal annars heitið til ítaliu. Seint verður þeim áhrifum gleymt, þegar mér var sagt að ég stæði á ítalskri grund. En fyrsta raunverulega borgin sem ég kom til var Milano. Þar voru okkur sýndir merkir staðir, svo sem dómkirkjan mikla þar. Þó man ég ekki til þess að hún hrifi mig, utan þess, að ég var mjög hrifinn að koma að altari þvi í kirkjunni, þar sem loguðu tugir og aftur tugir kertaljósa, og hér og þar i kringum altarið krupu konur á bæn. Okkur var sagt, að þær væru að biðja fyrir sálum barna sinna, sem ýmist voru nýlátin eða löngu farin. Þá verður mér minnisstætt, þegar við komum í aðra kirkju i Milano, Santi Maria della Grace. Að visu gat hún þá varla kallast kirkja, því hún var aðeins umgjörð af húsi, sem hafði verið kirkja, skotin niður i striðinu. En það merkilegasta við þetta hús var það, að þarna var frummyndin af málverki Leonardos da Vincis, kvöldmáltíðinni, sem var máluð á einn vegginn. Þau áhrif sem fylgdu þessari mynd og því að standa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.