Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Síða 10

Morgunn - 01.06.1979, Síða 10
8 MORGUNN eins borgarhlutans. Annars vegar við hann borgin, hins vegar tún og garðar, minnismerki yfir Margrétu drottningu og fjár- hirðar með hjarðir sinar. Kom mér það furðulega fyrir sjónir, svo að segja inni í miðri heimsborginni. Þessi vegur eða stræti heitir Via Appia Anbila. En fyrir enda þessarar götu eru Katakomburnar, þetta undarlega völundarhús, gert af manna höndum. Mig minnir að það hafi verið 27. april, þegar við vorum stödd þarna í um 30 stiga hita og glampandi sólskini. f kring- um þetta svæði voru hér og þar hús og kom ég inn i eitt þeirra. Þar voru fyrir klerkar nokkrir. Minjagripasölur eru þarna og þess háttar. Leiðsögumenn voru tveir, að mig minnir, ann- ar fyrir hópnum en hinn fyrir á staðnum. Nú er farið með okkur niður tröppur allmiklar. Þær lágu niður í jörðina. Og þau áhrif sem mættu manni við það að koma úr glampandi sólskini og þarna niður, þau voru harla undarleg. Það er eins og komi á móti manni súgur og lykt frá löngu liðnum tíma. Við komum þarna niður í nokkurs konar anddyri, en úr því komum við beint inn i gang, sem er höggv- inn inn í móbergið. Og þau áhrif sem fylgja þessum stað eru svo undarleg, að ég veit ekki hvernig ég á að skilgreina þau að öðru leyti en því, að annars vegar er lyktin frá jarðveg- inum og hins vegar áhrifin úr loftinu og þeim atburðum sem þarna hafa átt sér stað. Þarna eru lik framliðinna manna, að okkur var sagt, allt frá dögum fyrstu kristni. Þarna standa út úr veggjunum mannabein, hauskúpur, lærleggir og nær öll hugsanleg mannabein hér og þar. Þarna er líka altari heilagrar Sesilíu, en hún var háls- höggvin í baðherbergi í húsi sínu í Rómaborg árið 230. En árið 822 fannst lík hennar órotnað í Katakombunum og var hún þá tekin i helgra manna tölu. Heilög Sesilía er verndar- dýrlingur tónlistarmanna. Þar sem hús hennar stóð í Róma- borg er nú kirkja, helguð henni og gerast þar margar jarð- teiknir enn í dag. Kirkjudagur hennar hjá kaþólsku kirkjunni er 22. nóvember. Þegar maður kemur þar að finnst manni bókstaflega kona
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.