Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 12

Morgunn - 01.06.1979, Side 12
10 MORGUNN var harla dauf. Hún stafaði frá litlum blysum, sem stungið var inn i móbergsveggina. Ekki var mér ljóst hvaða ljósmeti var notað. Vökudraumleiðslan heldur áfram. Ég heyri óljóst frásagn- ir og lýsingar leiðsögumanns okkar. En nú dregur til nýrra atburða ógnvekjandi og hryllilegra. Skyndilega heyri ég á bak við mig mikla háreisti, brak og bresti, eins og frá vopna- skaki. Fram hjá mér ruddust tugir og aftur tugir hermanna með nakin sverðin á lofti. Þegar Jieir sáu liinn kristna söfnuð, ráku þeir upp ólýsanleg villidýrsöskur. Klæðnaður þeirra var einhvers konar brynja og hjálmur á höfði. Handleggir þeirra og fætur voru naktir. Þeir voru dökkir á hörund og alskeggjaðir. Og fram hjá mér ruddust þeir með alvæpni, nakin sverð og skildi. Áhrifin frá þeim var grimmileg einbeilni, en þó blandin geig um leið. Og svo réð- ust þeir á hinn kristna mannsöfnuð. Þeir brytjuðu niður alla sem þeir náðu til og þyrmdu engum, hvorki börnum né gam- almennum. Þeir ruddust um og samkomustaðurinn, sem ég hef lýst, varð brátt eitt mannhaf. Sumir fórnuðu höndum í trúarvissu til almáttugs guðs, aðrir urðu frávita af skelfingu. Hin háleita guðsþjónusta breyttist í óskaplegt öngþveiti, og allir sem gátu, ruddust til útgöngudyranna til þess að forða lífi sínu. Ennþá ómar fyrir eyrum mér sambland hinnar taumlausu háreysti og kveinstafir þeirra kristnu manna sem á var ráðist. Á stuttum tíma virtist mér samkomusviðið tæmast af fólki, svo allt varð autt. Eftir urðu aðeins hermennirnir og svo valur þeirra manna sem beir höfðu ráðið bana. Mig furðaði á því, að hermennirnir virtust ekki jiora að elta fólkið irm i útgang- ana, en sneru við, sömu leið og þeir komu og gengu burt. Þeir skildu eftir valinn, eins og hann var. Þrjá menn höfðu þeir á brott með sér lifandi. Mér virtist það mundu vera ein- hverjir fyrirsvarsmenn safnaðarins. Einn þeirra var sá, er setið hafði til hliðar við ræðumanninn. Ég vík nú aftur að þeim þætti þar sem sjálf guðsþjónustan fór fram. Þeirri andlegu uppbyggingu. Ég gat um það fyrr,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.