Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 14

Morgunn - 01.06.1979, Page 14
12 MORGUNN hlutir eru á boðstólum til minja um þennan stað, svo sem minnispeningar og likneski alls konar. Þar keypti ég allstór- an handsmíðaðan kross með Kristslikneski. Undir höfði likn- eskisins var greypt mold úr Katakombunum. Þegar ég hafði keypt krossinn, hitti ég fyrir æruverðugan öldung í prests- skrúða og bað hann að leggja hlessun sína yfir þennan hlut. Hann gerði það. Þannig er þessi kross vígður hlutur á heimili minu. Og ætíð þegar ég renni augunum til hans eða handleik hann, þá finn ég eitthvað af því sem hefur gerst. Myndirnar verða skýrari, þær koma hver af annarri og líða fyrir sjónir mér eins og skuggamyndir á tjaldi. Alkunnugt er, að Einar H. Kvaran andaðist með því móti, að hann reis upp með síðasta gleðiglamp- anum í augunum og sagði: „Er ég farinn? Ég sé Harald.“ Vissulega gat vini hans ekki undrað, að séra Haraldur skyldi koma að dánarbeði hans til þess að fagna komu hans inn i þann heim, sem þeir tveir höfðu lagt svo frábært starf í að rannsaka og kynna þjóðinni. Jón Auðuns.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.