Morgunn - 01.06.1979, Page 15
ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON:
AUSTRÆNN ANDI
Fyrirlestur um Þakur indverska. Saminn 1921, en fluttur
í Winnipeg, á fyrsta sumardag, 1922.
Eitt sinn þegar ég átti erindi í Bókaverzlun Snœbjarnar i Hafn
arstrœti lágu þar á búðarborði nokkur bindi af allvelktum og upp-
lituðum bókum, sem ég fór að fletta. Þetta voru þá eintök af
tímariti Þorsteins Þ. Þorsteinssonar rithöfundar í Winnipeg i
Kanada, sem hét SAGA. Ég keypti þessi eintök þegar í stað, en
hið fyrsta þeirra er merkt mars-ágúst 1926. Síðnn hef ég lesið þessi
eintök mér til mikillar ónægju og þar fann ég meðal annars
inerkilegs efnis ])á frábæru ritgerð um indverska stórskóldið Tagore,
sem hér fer á eftir. — Æ. R. K.
Þrátt fyrir ískalda norðannæðinga síðustu ára, hefur hlýr
blær andað til vor úr auslrinu. Þessi geðblær hinnar indversku
lífs-heimspeki kemur ekki aðeins beina leið til vor úr heim-
kynnunum fornu, heldur berst liann ýmist ljóst eða óljóst
nteð hugblæ hinna ýmsu rithöfunda og skálda Norður- og
Vesturálfu, sem snortnir hafa orðið af þessari eldgömlu arin-
glóð alkærleika allifsins.
Þessa hlýja blæs gætir orðið allmikið í bókmenntum enskr-
ar tungu, og þaðan hefur hann að mestu leyti borist til vor
Islendinga austan og vestan Atlantshafs, eftir margvíslegum
larvegum og með margs konar straumum.
Einn þeirra manna, sem allra mest hefur kynnt vestrænu
þjóðunum heimspeki Indverja, bæði leynt og ljóst, er skáldið
mikla og heimspekingurinn, Rabindranath Tagore, enda er
hann mest og best þekktur allra núlifandi Indverja i bók-
menntaheiminum, og talinn í fremstu röð þeirra, sem heim-
mum hafa boðskap að bera i söngvum og sagnmáli.