Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 24

Morgunn - 01.06.1979, Side 24
22 MORGUNN yfir eyðimerkur heimanna og skildi spor mín eftir á strönd- um stjarna og pláneta. Það er fjarlægasta stefnan, sem Hggur næst sjálfum þér, og það menningar-uppeldi er langflóknast, sem leiðir til algers einfaldleika samræmisins. Ferðamaðurinn verður að drepa á allar ókunnar dyr til þess að komast að eigin arin-stöðvum, og sérhver verður að reika um alla ytri heimana, svo hann nái að síðustu í helgi- dóminn innsta. Augu mín hvörfluðu og skyggndust um hátt og lágt áður en ég lokaði þeim og sagði: „Hér ert þú!““ „Getur ekki þessi heimsskoðun, þessi trú Tagores, greitt neitt úr því vandræðaneti, sem allar þjóðir og öll mál eru flækt í nú á dögum?“ spyr merkur rithöfundur í einu af betri ársritum Breta, nú nýskeð. — Bardagarnir milli þjóðanna, grimmd mannanna, þræturnar og ójöfnuðurinn, sýna oss menn og konur á ýmsum stigum sálarþroskans og fullkomn- unarinnar. Ennþá hafa fáir öðlast það samræmi, sem hlotnast með því að týna sínum óæðra manni í heildina og finna þann- ig sinn æðra mann. Allir sorgarleikir, sem veraldarsagan sýn- ir, hafa orsakast af stærilæti og ofurdrambi persónuleikans, sem sparkar heildinni úr vegi til að brjótast eigin leiðir. For- tíðarbrautin er stráð reköldum þjóða, stofnana og trúarbragða, sem skildu eigi orku þá, sem lætur lífshjartað slá, en reyndu að fjötra hana innan þröngra takmarka eigin nota. Það er til klettur, sem allir herskipaflotar heimsins rekast á og mol- ast í spón. Það eru til leyndardómsfullir sandar í sambandi við eilif lög himinsins, þar sem allar öldur sjálfselskunnar rekast á og verða að froðu. Sennakeribarnir, Neróarnir og Napóleonarnir mættu sínum dómi að síðustu, sökum þess að alheimslögin standa á móti kúgurum. „Hversu voldugur sem einn konungur kann að vera, getur hann eigi hafið uppreisn móti styrkleikanum eilífa, sem er sameining, og samt verið voldugur.11 Sú orusta yrði honum kapphlaup Þjálfa við Huga, eða glima Þórs við Elli. „„Vertíðarlok" þessa „sjálfs“ í oss,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.