Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Side 32

Morgunn - 01.06.1979, Side 32
30 MORGUNN fólks og allir eru hættir að beita því í einhverri fyrri eða fornri merkingu, þá sé þýðingarlaust að ætla sér að breyta því. Af sömu ástæðum er ég algjörlega andvígur þvi að kenna nokkuð i framburði tungunnar, sem ekki er lengur lifandi mál meðal einhverra íslendinga. En þeir þurfa ekki endilega að vera í meirihluta meðal þjóðarinnar. í framburðarmálum er um tvennt að velja, og tel ég að báðar skoðanirnar eigi fullan rétt á sér. önnur er sú, að ís- lenskan, eins og önnur mál, taki þróun, og best sé að láta hana algjörlega ráða framvindu mála. Færi þá kennsla í framburði, ef hún þá yrði nokkur, eftir því, hvaða framburð viðkomandi kennari hefði tamið sér. Þetta væri því eins kon- ar frjálst stefnuleysi. Það yrði vafalaust fyrirhafnarminnst. Hin stefnan er sú, að velja úr lifandi framburði þjóðarinnar það, sem vísustu mönnum gæti komið saman um að væri fagurt og eftirsóknarvert að varðveita í íslenskum framburði og hefja því gangskör að þvi að finna samræmdan framburð, sem svo væri kenndur í öllum skólum landsins og þeir gætu tileinkað sér, sem óskuðu eftir að hafa fagran framburð. Þetta kostar hins vegar átak og vinnu, eins og allt, sem eitthvert verulegt gildi hefur. Mér er engin launung á þvi, að ég er hlynntur síðari stefn- unni. Sökum þess stefnuleysis, sem ríkt hefur um íslenskan fram- burð á þessari öld, er kennurum í þeim efnum allmikill vandi á höndum. Hvað eiga þeir að kenna? Þegar ég hóf kennslu í leiklistarskóla minum í framburði, framsögn og mæltu móli árið 1947, var ég því í vanda stadd- ur. Við ekkert var að styðjast, að því er virtist. Ekki reyndist það ])ó rétt hjá mér. Þegar málið var rann- sakað nánar, kom þetta i ljós: Að minnsta kosti einn lærður málvísindamaður hafði áhuga á mæltu máli og taldi að hefj- ast bæri handa, dr. Björn Guðfinnsson. Upphaf þess að dr. Björn gat látið hendur standa fram úr ermum í þessu nauðsynjamáli var það, að árið 1939 hafði verið áa'tlað nokkurt fé á fjárhagsáaitlun Rikisútvarpsins „til

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.