Morgunn - 01.06.1979, Blaðsíða 40
38
MORGTJNN
Við þessa athugun kom ýmislegt í ljós. Hér er aðeins rúm
til að minnast á tvennt, sem t. d. átti drjúgan þátt í vitlaus-
um áherslum. Ég tók eftir þvi meðal annars, að nemendur
höfðu t. d. aðeins einn framburð á þ, þegar þeir lásu, þ. e.
harðan framburð. En þegar þeir töluðu við mig, höfðu þeir
ýmist harðan eða mjúkan framburð á þessum staf, eins og
við gerum ósjálfrátt í daglegu tali. Hér virtist lestrarkennur-
um hafa yfirsést að benda nemendum á það, að framburður
á þ er tvenns konar á íslensku, þ. e. ýmist harður eða mjúk-
ur (ð). En þetta er einmitt eitt af einkennum vitleysunnar,
sem fram kemur í lestri fólks. Þegar það les hefur það alltaf
harðan framburð á þ, sem leiðir til þess að hvert einasta orð,
sem byrjar á þessum staf fær áherslu. Má nærri geta til
hvílíks fjölda af vitlausum áherslum slíkt leiðir. Við þurfum
vitanlega oft að hafa orð, sem byrjar á þ áherslulaust eftir
atvikum og hvernig gerum við það í daglegu tali? Með því
að mýkja framburðinn á />-inu og breyta því í ð. Dæmi:
„Ég sagði þér að koma“ lesist því „Ég sagði ðér að koma“,
hvers vegna? Sökum þess að orðið þér á hér að vera áherslu-
laust og þetta er eina leiðin til þess. Flestir myndu lesa hér
„Ég sagði þér að koma“ með hörðu þ-i, sem leiðir til vitlausr-
ar áherslu, því okkur hefur ekki verið kennt að gera greinar-
mun á þessu. tJt úr þessu kemur því þessi einfalda regla:
/ orfíum sem hefjast á þ, er þ-iS hari í framburSi, ef orSið 'á
áö hafa áherslu, en mjúkt (S), ef orSiS á aS vera áherslulaust.
Þótt þessi regla sé ekki til í venjulegum kennslubókum um
lestur, þá er hún undantekningarlaus. Prófun á hvers konar
setningum sem innihalda orð, sem byrja á þ mun sanna það.
Þetta bregst aldrei hjá neinum manni í daglegu tali, Jiótt
hann af eðlilegum ástæðum hafi ekki hugmynd um það.
Nákvæmlega sömu mistök koma fram hjá nemendum og
reyndar flestum öðrum við lestur orða, sem byrja á h, svo
sem persónufornafna o. fl. Dæmi:: „Ég sagði henni að flýta
sér á eftir honum“. Ef h-in eru borin fram í lestri þessarar
setningar fá bæði persónufornöfnin áherslu, en Jiau eiga ein-
mitt að vera áherslulaus. Hvernig stendur á Joví? Það er að-