Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 48

Morgunn - 01.06.1979, Page 48
46 MORGUNN eru í mesta lagi athugasemdir við þa?r athuganir, sem þeir hafa gert. Visindaleg lögmál stjórna ekki veruleikanum held- ur reyna þau að útskýra hann. Þess vegna geta lögmálin breytzt, þegar maður öðlast nýja vitneskju. Ný takmörk. Þau viðfangsefni, sem vísindin hafa að takmarki, eru óend- anleg, því að sannleikurinn er ekkert ákveðið sjónarmið, vegna þess að fyrir hvert svar sem við fáum koma ný sjónarmið í tugatali i augsýn. Vísindin standa frammi fyrir nýjum tak- mörkunum á mörgum sviðum i sínu striti: Atómkjarninn verður meiri og meiri ráðgáta — hulin leynd — innri hreyf- ingar lifandi vera, gefa ennþá enga skýringu. Gullöld visind- anna verður i framtíðinni. Vísindin starfa i andrúmslofti, þar sem efi er viðurkennd staðreynd varðandi lífið. Þar má ekki nefna óhóflegan rétt- trúnað. Thomas Huxley segir um visindamanninn: „Fyrsta skylda hans er að efast og blind trú er ófyrirgefanleg synd.“ Árangurinn af vísindalegri þróun er sá, að erfðavenjum, sem eru máttarstólpar trúarinnar, er ákveðið sópað burtu. Þess vegna hafa vísindin og trúin oft rekizt á. Það er ein af harm- sögum nútímans að visindin og trúarbrögðin hafa orðið and- stæðingar. Til að leysa vandann er freistandi að stinga upp á því, að sú stefna verði tekin upp, byggð á friðsamlegu sam- starfi að deila reynslu okkar á þessum tveimur óliku sviðum: veita vísindunum stjórn á öðru sviðinu og trúarbrögðunum á hinu. Þannig: látum vísindin útskýra efnisheiminn á meðan trúarbrögðin sjá um hinn, álitur fólk. Þegar vísindin komast að sínum takmörkunum, geta trúarbrögðin tekið við öllu sam- an og útskýrt það, sem vísindin geta ekki. En þetta er örlaga- rikt spor. Tveir heimar verða aðeins aðskildir ef engir vís- indamenn væru kristnir og engir kristnir menn væru vís- indamenn. En vísindin og trúarbrögðin ráða ekki yfir tveimur sérstökum konungsríkjum. Það er eigi mögulegt að byggja skilrúm milli trúarbragða og vísinda. Eftir því sem vísindin verða fær um að útskýra

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.