Morgunn - 01.06.1979, Page 50
48
MORGUNN
þess að þau eru menn og ætlun vísindanna er aðeins til i
skilningi fólksins. Bak við þessa ætlun er veruleikinn, sem
GUÐ getur opinberað okkur.
Gjafir lífsins.
Sérhver okkar veitir viðtöku gjöfum lífsins hér á jörðinni.
Trú á andlegt framhaldslif að loknu þessu tiltölulega stutta
líkamlega lífi, sem er um 70 ár — ef til vill meira — saman-
horið við óendanlega hringrás eilífðarinnar, gera augnabliks
athuganir okkar að fjárfestingu í fyrirtæki með langvarandi
afleiðingum. Vitneskjan um það, að maðurinn getur valið
milli góðs og ills, ætti að leiða hann nær SKAPARA sínum.
Ennfremur ætti það að leiða til skilnings á því, að líf manns-
ins hér er háðara afstöðu hans til hins andlega en til hins vís-
indalega. Það, sem við fullgerum nú, ákveður skilyrðislaust
gerðir framtíðarinnar. Náttúran í kringum okkur hylur fleiri
leyndardóma en þá, sem leiddir hafa verið i ljós. Vísindin
ráða nú yfir afli, sem getur opnað hliðið að nýrri gullöld
fyrir mannkynið en þó með því skilyrði, að það sé notað til
góðs. Það getur útrýmt mannkyninu verði það notað i nei-
kvæðum tilgangi. Siðferðislegur mælikvarði trúarinnar er það
hand, sem haldið getur menningunni saman. Án þessa bands
getur maðurinn ekki náð sínu æðsta takmarki: friði við sjálfan
sig, GUÐ sinn og náunga sinn.“
ÍJlfljótur G. Jónsson þýddi.