Morgunn


Morgunn - 01.06.1979, Page 64

Morgunn - 01.06.1979, Page 64
62 MORGUNN Sigurbjörn Einarsson, biskup: TRÚARBRÖGÐ MANNKYNS. tJtg. Setberg. önnur útg. 1978. Einhvers staðar las ég að til væri í New York athyglisvert hús, sem ekki ætti sinn líka i ]>vi landi, Bandarikjunum. Hús- inu var svo lýst, að það hefði sjö hliðar. Á hverri þessara sjö hliða eru dyr inn i þetta sama hús. Hliðarnar tákna sjö helstu trúarbrögð heimsins. Húsið er með þessum hætti tákn- rænt fyrir afar mikilvæga staðreynd: öll trúarbrögð eru i eðh sínu leit að sama marki, Guði. öll mætast bau í miðju þessa húss. Hér er einungis um mismunandi inngang að ra'ða. Mismunandi menning og hefðir hinna ýmsu þjóða leiða eðli- lega til þess, að trúarbrögð þeirra hljóta á ýmsan veg að hafa mismunandi form. Trúarbragðastyrjaldir eru því og hafa jafnan verið hinn hrottalegasti misskilningur. En að baki þeirra hafa jafnan legið pólitisk átök um völd og ga>ði þess- arar veraldar, þótt trúuðu, fávisu fólki hafi verið att út i þær á fölskum forsendum. Við þurfum því að efla með okkur umburðarlyndi og skiln- ing á mismunandi skoðunum í bessum efnum sem öðrum. Og verði okkur ljóst að markmiðið er í rauninni eitt og hið sama, ætli það að vera okkur hvatning. Þótt maður sem litt hefur kynnt sér önnur trúarbrögð sé sannfærður um að sin trú sé best og fullkomnust, gefur það honum enga heimild til þess að fordæma aðra fyrir að hafa aðrar skoðanir. Flestir taka þá trú sem tiðkast i föðurlandi þeirra og kynn- ast aldrei neinu öðru að ráði. Aðrir hafa enga heimild til þess að ráðast á þetta fólk fyrir skoðanir sínar. Okkur ber að bera fulla virðingu fyrir trúarskoðunum og athöfnum hvers annars. Engin trúarbrögð hafa innan eigin vébanda verið jafn hatrammlega klofin og kristin trú. Þarf ekki að nefna nema eitt dæmi þess. Á þessari öld gerðist það i fyrsta skipti í

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.