Morgunn - 01.06.1979, Side 71
HELGI VIGFÚSSON:
NOKKUR MINNINGARORÐ
um Magnús Thorlacius, hæstaréttarlögmann
Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður var einn hinna
hljóðlátu forvarða íslenskra spíritista, sem barðist djarflega
og drengilega að útbreiðslunni, vann gott og mjög nauðsyn-
legt starf.
Á miðilsfundum hjá Hafsteini Björnssyni hafði hæstarétt-
arlögmaðurinn fengið margar og stórkostlegar sannanir fyrir
sannleik framhaldslífs, tilveru og nálægð andaheimsins, og
að unnt sé að ná með ákveðnum skilyrðum sambandi við þá
er yfir eru komnir.
Þessi framangreindu þýðingarmiklu atriði voru grundvöll-
ur allrar lífsskoðunar og lifsbreytni Magnúsar Thorlacius.
Hann elskaði spíritismann og bar mikla virðingu fyrir hon-
um. íslenskir spiritistar eru á vegamótum, vegna skorts á
hæfum og áreiðanlegum miðlum. Framtíðin sker úr því,
hvaða stefna verður tekin, „miðar aftur á hak, ellegar nokkuð
á leið.“ Forverðir sálarrannsóknanna, prestar og leikmenn,
hljóta alltaf að verða þeir, sem skapa örlögin og sniða stakk-
inn, er klæðst verður. Fyrír því veltur nú á miklu um átök
þeirra, orð og athafnir. Verkefnin eru mörg, og við ramman
reip að draga þar sem efnishyggjumenn eru og gamalguð-
fræðingar. Fólk heimtar fræðslu um framhaldslíf og enginn
þarf að fyrirverða sig fyrir að boða sannleikann, þvi að þekkja
sannleikann gerir manninn vitran, að þjóna sannleikanum
gerir manninn máttugan, að lifa sannleikanum gerir mann-
inn guðdómlegan.
Magnús Thorlacius var höfðinglegur á svip, lundarfar karl-
mannlegt og þó vel tamið. Skapmikill, vildi ógjarnan láta