Morgunn - 01.06.1979, Síða 73
Engjavegi 22, Selfossi 16. jan. 1979.
Sæll vertu, Ævar Kvaran.
Ég bið þig að afsaka framhleypni mína, bláókunnugs manns
að fara að skrifa þér, en ég var núna rétt i þessu að hlusta á
síðara erindi þitt um mælt mál, og get ekki stillt mig um að
leggja orð í belg. - Fyrst og fremst vil ég lýsa innilegu sam-
þykki minu við þá tillögu þína og kröfu að gangskör sé gerð
að því að kenna harðmæli og hv-framburð, og auðvitað líka
réttmæli, en i þessu siðastnefnda var gert gott átak fyrir
mörgum árum, með góðum árangri, svo að þar er frekar um
varðstöðu að ræða en sókn. Þökk og heiður sé þér fyrir þetta.
Einnig er ég sammála skoðun þinni um „mjúkt þ“ og nið-
urfall „h“ fremst í áherslulausum orðum, en þetta getur geng-
ið út í öfgar að sínu leyti eins og þegar „hv-framburðurinn“
verður til þess að menn segja „hvalir" jafnt hvort um sjó-
skepnur eða þjáningar er talað. - „Ég sagði ðér að koma“ er
eðlilegt og rétt, ef áherslan er á sagZi eða koma, en áherslan
getur líka átt að vera á þér og þá á þ-ið að vera hart, og ná-
kvæmlega sama máli er að gegna í setningunni „Ég sagð enni
að flýta sér á eftir onum“, áherslan getur átt að vera á henni
eða honum, eða jafnvel báðum orðunum. Ekki efa ég að þér
sé þetta ljóst, en það hefði mátt koma fram í ræðu þinni. Og
þetta er ekki öllum ljóst, þess heyrast t. d. oft álappaleg da;mi
í fréttalestri a. m. k. einnar útvarpsþulu, seinast í dag sagði
hún frá útvarpsstöð í Kambodíu, og að talið væri að fylgis-
menn Pol Pots „stjórnenni". Þarna tel ég ótvírætt að réttara
og fullkomlega eðlilegt hefði verið að aðgreina orðin: „stjórni