Morgunn - 01.06.1984, Page 10
8
MORGUNN
sinni eigin orku yfir i þeirra orkusvið og fá þannig hlut-
deild í hugsunum og tilfinningum viðkomandi.
3. Skynjun utan líkama
Eileen segir svo frá að í æsku hafi hún oft skynjað sig
meðvitað utan líkamans og geti enn notað þann hæfileika
til að fara á milli staða. Þannig hafi hún fengið vitneskju
um aðstæður og atburði sem gerðust á sama tíma en allt
öðrum stað en þar sem efnislíkami hennar var.
//. Heyrnar- og sjónskyggni
Við skyggnilýsingar eins og á fundunum sem hér verður
sagt frá, notar hún hins vegar skynjun til framliðins fólks,
sem hún sér eða heyrir til en sækir ekki upplýsingar í orku-
svið viðkomandi fundarmanns.
LAUSLEG FRÁSÖGN AF SKYGGNILÝSINGAFUNDUM
Fundina sem haldnir voru í október 1983, sóttu um 280
manns eða 140 á hvorum fundi. Á fyrri fundinum var sam-
band til 14 fundarmanna og á þeim síðari til 13 manna.
1 upphafi fundanna sagði Eileen örlítið frá sjálfri sér
og hversvegna hún starfar á þessu sviði. Tilgangur hennar
er að sýna fram á að framlíf á sér stað, með því að gera
grein fyrir því sem hún sér og heyrir og færa þannig sína
eigin í’eynslu og vissu til þeirra sem á vilja hlýða.
Hún byrjaði skyggnilýsingu á því að segja til hvaða
fundarmanns sambandið beindist frá framliðnum.
í 3 tilvikum af 27 kom fljótlega í ljós að sambandið
var til annars aðila en hún nefndi fyrst og þá var það
alltaf til þess sem næstur var þeim sem hún benti fyrst á.
Þetta skýrði Eileen svo að hún sæi þann framliðna í nánd
við einstaklinginn. Rétt er að taka það fram að það eru
ekki allir miðlar sem geta bent á þann aðila úr fjölmennum
hópi, sem sambandið eða upplýsingarnar eru til.