Morgunn - 01.06.1984, Síða 16
ÖRN GUÐMUNDSSON:
HEFUR SPlRITISMINN RUNNIÐ
SITT SKEIÐ Á ENDA?
RœSa Arnar GuSmundssonar á fundi sem SRFl stóS fyrir
á s.l. vetri og bar yfirskriftina „Hefur spíritisminn runniS
sitt skeiö á enda“?
Góðir fundarmenn. Spurningin er: Hefur spíritisminn
runnið sitt skeið á enda. Þegar ég fór að hugleiða þetta
efni, þá komu mér í hug nokkrar spurningar, og svör við
þessum spurningum og ég ætla svona að leyfa ykkur að
heyra, hvaða niðurstaða varð úr þessu.
Nú, mér fór eins og fleirum, sem hafa talað hér í kvöld,
að ég byrjaði á því að hugleiða spurninguna, hvað er spírit-
ismi. Ég hef nú hal't mína skoðun á þvi, en svona til öryggis,
þá fór ég í alfræðiorðabók og athugaði hvað þar stæði um
þessa spurningu. 1 þeirri bók stendur að spiritismi sé trú-
arleg heimspeki, sem kennir að til séu verur, eða raun-
veruleiki, óháður efni. Þar stendur að spíritistar séu fólk
sem trúir því að andar hinna látnu séu til og að til sé fólk
meðal annars miðlar, sem geti haft samband við anda
framliðinna. Síðan kom lýsing á því hvernig þetta fór fram.
Nú, þetta er í sjálfu sér ekki verri skilgreining en margar
aðrar og þá fór ég að velta því fyrir mér, hvort þetta gæti
átt við Sálarrannsóknafélag íslands. Þessi skilgreining,
vegna þess, að þegar ég las Morgunn og þessa umræddu
grein, sem er nú upphafið að þessum umræðum, þá stans-
aði ég ekkert sérstaklega við þessa grein, hún kom ekkert