Morgunn - 01.06.1984, Page 23
ÁVARP
21
dæmdu áður grillur og hjátrú eina, reyndust vera þær stað-
reyndir sem heiðarlegir vísindamenn urðu að taka tillit
til og hefja rannsóknir á. Síðar tókst dulsálarfræðinni að
staðfesta raunveruleika dulrænna fyrirbæra, með söfnun
Uþplýsinga eftir frásögnum af atvikum og rannsóknum á
miðilsfyxnrbærum, og með tilraunum þar sem árangur er
metinn eftir tölfræðilegum líkum. Sem dæmi þar um má
nefna hinar þekktu Zenkorta tilraunir dr. Rhine’s en nið-
urstöður þeirra ollu talsverðum hræringum í heimi vísind-
anna, vegna þess að þær sýndu m.a. ótvírætt fram á foi'-
spárhæfileika einstaklinga.
Aðferðir dr. Rhine’s voru svipaðar og þekkist í tilraunum
í’aunvísindamanna. Samt eru þeir til sem segja að dulsálar-
fi’æði séu gervivísindi, og hafna niðurstöðum þeirra m.a. á
þeiri forsendu að þær samræmist ekki þekkingu okkar á
efnisheiminum og náttúrulögmálunum. Þennan hóp manna
vii’ðist það engu skipta að væri sömu rannsóknaaðferðum
og mati á tölufræðilegum niðurstöðum beitt í öðrum grein-
um vísinda, þá væri ekki deilt um hvort fyrirbærin gerðust,
heldur yrði spui’t: Hvaða lögmál eru þar að baki. Annar
hópur manna hefur fyllst oftrú á öllu því sem kallast vís-
indalegar rannsóknir á sviði yfirskilvitlegra fyrirbæra og
telja það eitt mai’ktækt, sem kemur út úr rannsóknum á
tilraunastofum með dýrum tækjabúnaði. Þessi hópur vís-
indatrúarmanna horfir gjarnan til þess að í’annsóknaað-
ferðir dr. Rhine’s hefðu borið góðan árangur. Þær aðferðir
voru mikilvægar en samt of einhliða og hafa orðið viss
dragbítur á framfarir og þróun rannsókna í þessum málum.
I bókinni „Hidden channels of the mind“, segir eiginkona
dr. Rhine’s, Louise E. Rhine um þessar rannsóknir:
„Ágiskanir á táknkort er einvíddar sjónarmið, en reynsl-
an af iífinu er margvíddar eðlis.“ 1 þessu felst að hægt sé
að rannsaka með vísindalegum aðferðum vissa þætti dul-
x’ænna hæfileika en reynsla einstaklingsins sé miklu yfir-
gripsmeiri og sérstæðari en svo að vísindalegar rannsóknir
á dulrænum fyrirbrigðum geti skorið úr um raunveruleika