Morgunn - 01.06.1984, Page 24
22
MORGUNN
eða gildi þeirra allra. Fram hjá þessu mikilvæga atriði
horfa vísindatrúarmennirnir og halda því fram, sumir
hverjir að áhugafólk án háskólagráðu geti ekki fengist við
sálarrannsóknir, slíkt leiði af sér fúsk. Og þar með átti að
afgreiða áratuga starf sálarrannsóknafélaga hér á landi,
sem ráf áttavillts manns um eyðimörk.
Ég gat þess í upphafi að það var fyrir starf sálarrann-
sóknafélaga, sem vísinda- og fræðimenn hófu rannsóknir
á duirænum fyrirbærum. Þessar rannsóknir beindust þá
m.a. og gera enn, að hæfileikum miðla og sjáenda. Sálar-
rannsóknafélögin hafa nú því mikilvæga hlutverki að gegna
að stuðla að þroskun slíkra hæfileika og skapa þannig efni-
við til rannsókna í góðu samstarfi við einlæga vísindamenn.
Einnig að veita fræðslu um niðurstöður rannsókna á þessu
sviði og gefa fólki kost á að kynnast hæfileikum þeirra
sem náð hafa þroska í þessum efnum.
Að slíkum verkefnum hefur Sálarrannsóknafélag Suður-
nesja unnið í 15 ár og ég er þess fuilviss að hér verður
ekki staðar numið. En við sem störfum að þessum málum
verðum að vinna betur saman og samhæfa kraftana. Sam-
eiginlega þurfum við að stíga skref:
— Til fræðslustarfs sem nær langt út fyrir raðir félags-
manna.
— Til æskunnar sem hefur svo opinn huga og viija tii
þekkingarleitar.
— Til þeirra sem neita staðreyndum dulrænna fyrirbæra
og einnig til hinna sem trúa á rannsóknarstofur, og bjóða
þeim að ganga með okkur spölkorn um landið þar sem
skiiningur og víðsýni ríkja í viðhorfum til mikiivægasta
málsins.
Ég óska Sálarrannsóknafélagi Suðurnesja velfarnaðar á
þeirri leið.