Morgunn - 01.06.1984, Síða 27
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
25
aftur, hún tók teppið, spurði hvei'nig mér liði. Vel, svaraði
ég, sem satt var, enda allur verkur horfinn. Bað hún mig
að hugsa til sín.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en segja það, að ég
finn ekki til í bakinu. Er konan mín og skyldfólk undrandi
yfir þessum bata, svona fljótt.
Ég vil þakka miðlinum Unni Guðjónsdóttur, fyrir þessa
hjáip og hennar stjórnendum hinummegin frá, og bið Guð
að blessa þetta starf.
Álfaskeiði 104, Hafnarfirði.
Gumiar B. Valdimarsson.
☆
Hr. ritstjóri „Morguns“.
Ég undirritaður fékk nýverið rukkun um greiðslu ár-
gangsins 1984, sem vera bar. Ég hefi verið áskrifandi tíma-
ritsins frá byrjun.
Nú kom mér til hugar að gera nokkurn frest á greiðsl-
unni, en senda ritinu smáfrásögn af gömlum atburði frá
árinu 1929. Þá var ég heimilisfastur í Vestmannaeyjum.
Það ár komu til Islands mæðgin, erlend, sem komu í land
í Eyjum og dvöldust þar tvo sólarhringa. Sonurinn hét
Florizel v. Reuter, heimskunnur fiðlusnillingur. Persónu-
nafn móður hans man ég ekki. Þau voru bæði sálræn, héldu
til hjá Kristjáni Linnet bæjarfógeta og frú hans. Annað
kvöldið var ég boðinn á miðilsfund hjá þeim hjónum. Hvor
gestanna var mikið þetta kvöld, man ég ekki lengur, og
aðeins það, sem að mér sneri á þeim fundi.
Ég er nú að verða 90 ára, lifi ég til 30. okt. þ. á. Ég er
Skagfirðingur að ætt. Faðir minn dó 1906 á Fremrikotum í
Skagafirði. Á fundinum í Vestmannaeyjum kvað erlenda