Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Side 30

Morgunn - 01.06.1984, Side 30
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON: UM GERVIVÍSINDI Greinar Þorsteins Sœmundssonar og Erlenda Haraldssonar birtust í Fréttabréfi Háslcóla tslands í vetur, nokkrar um- rœöur höföu átt sér staö á Jiessum vettvangi um sama efni en þær veröa ekki birtar í Morgni, en vonast er til aö þessar greinar veröi lesendum til nokkurs fróöleiks. Ritstj. 1 Júníhefti Fréttabréfs H.l. veitti ritstjórinn nokkrum háskólakennurum ádrepu fyrir það að bera blak af „gervi- vísindum“. Taldi ritstjórinn slíkt viðhorf vera í andstöðu við markmið háskóla og var ekki myrkur í máli. Sem dæmi um gervivísindi nefndi ritstjórinn ferðir konu með svartan kassa við Kröflu, kenningar Einars Pálssonar um rætur íslenskrar menningar, kenningar Nýalssinna, spíritista og dularsálfræði. Tveir háskólamenn hafa stungið niður penna til and- mæla, þeir dr. Arnór Hannibalsson (í desemberhefti frétta- bréfsins) og dr. Erlendur Haraldsson (í janúarheftinu). Di'. Arnór fjallar um mörkin milli vísinda og „ekki-vis- inda“. Er á honum að skiija, að þessi mörk séu heldur óljós og erfitt að finna öruggan mælikvarða til að greina þarna á milli. Sé einn kvarðinn notaður, lendi félagsvís- indin utangarðs, en eftir öðrum kvarða nái sagnfræðin ekki máli sem vísindi. Arnór segist álíta, „að það sé varla nógu skýrt að segja að vísindi sé þekkingarleit sem skilar árangri". Hann legg- ur áhersiu á, að þekking, sem aflað sé á fyrirbærum sem

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.