Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Síða 35

Morgunn - 01.06.1984, Síða 35
UM GERVIVXSINDI 33 áhrifamiklir miðilsfundir með líkamningum og tilheyrandi eru ekki lengur á dagskrá hjá dularsálfræðingum. Slík fyr- irbæri mega nú heita horfin af sjónarsviðinu. Sá töframaður, sem kunnastur er nú á dögum fyrir bar- áttu gegn blekkingum í dularsálfræði, er Bandaríkjamað- urinn James Randi. Hann átti m.a. þátt í að afhjúpa hinn víðfræga undramann Uri Geller, sem hafði vakið mikla athygli dularsálfræðinga.s> Annað frægt dæmi um blekkingar eru tilraunir stærð- fræðingsins og dularsálfræðingsins S. G. Soal, sem lengi þóttu frábærar, eða þar til sálfræðingurinn Mark Hansel fann örugg merki um það, að Soal hefði haft rangt við.MJ>,5) Aðeins tíu ár eru síðan dr. 'Walter Levy, fram- kvæmdastjóri virtustu rannsóknarstofnunar heims í dular- sálfræði (rannsóknarstofnunar J. B. Rhines við Duke há- skólann í North Carolina) varð uppvís að svikum og sagði af sér. Hann hafði þá um skeið vakið mikla athygli dular- sálfræðinga vegna tilrauna sem bentu til þess að frjógvuð hænuegg byggju yfir hugarafli.5) Þannig mætti lengi telja. Blekkingar eiga sér einnig stað í hefðbundnum visindum, um það eru ýmis dæmi. Engum dettur þó í hug, að hefð- bundnum vísindum stafi veruleg hætta af slíkri starfsemi. Um dularsálfræðina gegnir öðru máli, því að tilraunir hennar fást ekki staðfestar með endurtekningu, og þvi verður mjög að treysta á trúverðugleika hverrar heimildar. 4. Þegar einhverja reglu er að finna i þeim yfirskilvit- legu fyrirbærum, sem dularsálfræðingar rannsaka, er regl- an oftast á þann veg, að hún verður vatn á myllu efasemd- armanna. Alkunna er, að tilraunir til að sýna fram á yfir- skilvitlega hæfileika ganga þeim mun verr, sem varúðar- ráðstafanir gegn svikum verða strangari eða skilyrði til blekkinga eru takmarkaðri. Áður hefur verið minnst á þau stórkostlegu miðilsfyrirbæri, sem algeng voru á seinni hluta 19. aldar og nokkuð fram á 20. öld, en nú mega heita úr sögunni. Þessi umskipti þykja efasemdarmönnum ofur eðlileg, en hinir trúuðu verða að leita skýringa, sem ekki 3

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.