Morgunn - 01.06.1984, Síða 36
34
MORGUNN
eru auðfundnar. Annars er því haldið fram af mörgum,
sem við dularsálfræði fást, að það hafi neikvæð áhrif á
tiiraunir þeirra, ef þátttakendur nálgast þær með gagn-
rýnu hugarfari eða slíkir menn eru viðstaddir. Ég tek dæmi
af handahófi úr bók sem dr. Erlendur mælir með sem vönd-
uðu yfirlitsriti í janúargrein sinni.io) Þar sem ég greip
niður, er fjallað um rannsóknir á hugarafli og sagt frá
því, hvernig borð hafi hreyfst á hinn dularfyllsta hátt.
Höfundur segir:
„The general thesis of Batcheldor and Brookes-Smith
(þ.e. þeirra sem að tilrauninni stóðu) is that a lively, light-
hearted atmosphere is conducive to these effects and that
fear or „deadly doubt“ destroys them.“
Um rannsóknaaðferðina segir höfundur, að hún sé
„clever and theoretically clean“, eins og það er orðað.
Svik hafi að vísu ekki verið útilokuð, en það sé með vilja
gert, því að rannsóknarmennirnir hafi þessa kenningu:
„A trickproof method might awe the participants and
therefore destroy the mood which these experimenters
consider essential for authentic paranormal effects“.
Hér bætir höfundur við: „For us to interpret the data as
paranormal, however, demands that we have faith in the
honesty of all participants.“
I yfirlitsriti um framfarir í einhverri annarri vísinda-
grein myndi frásögn á borð við þessa vekja óskipta at-
hygli, en hún undirstrikar hið mikla vandamál dularsál-
fræðinga.
1 sömu grein er fjallað um reimleika (poltergeists) sem
eru eitt af viðfangsefnum dularsálfræðinga. Þeir sem rann-
sakað hafa slík fyrirbæri, hafa ótrúlega oft komist að þeirri
niðurstöðu, að þau væru á einhvern hátt tengd unglingi
innan við tvítugt. Er þessa getið í greininni. I sumum til-
vikum (þ.á.m. hér á landÞ hefur beinlínis sannast, að um
hrekkjabrögð hafi verið að ræða, en miklu oftar hafa rann-
sóknarmenn komist að þeirri niðurstöðu, að svo geti ekki
verið. En þá þarf að skýra, hvers vegna unglingarnir tengj-