Morgunn - 01.06.1984, Síða 38
36
MORGUNN
EFTIRMÁLI
Þegar ég hafði lokið við að taka saman þennan pistil,
barst mér í hendur febrúarhefti Fréttabréfs H.l. Þar er að
finna frekari orðaskipti ritstjórans og dr. Erlends Haralds-
sonar um viðureign töframannsins Randi og rannsóknar-
manna við McDonnell stofnunina í St. Louis. Dr. Erlendur
leggur áherslu á, að starfsmenn stofnunarinnar hafi ekki
eytt nema um 100 vinnustundum í viðkomandi rannsókn,
og að þeir hafi aðeins birt „lítilfjörlegan útdrátt um stutt
erindi“ um rannsóknina. Af þessu mætti ráða, að málið
sé hið ómerkilegasta. Því miður er þetta ekki sú mynd sem
fæst við að lesa lýsingu á málavöxtum.1- Starfsmenn Mc-
Donnell virðast hafa verið furðulega trúgjarnir og látið
hjá líða að gera sjálfsagðar varúðarráðstafanir gegn blekk-
ingum, jafnvel þótt Randi hefði áður varað við slíku og
sent yfirmanni stofnunarinnar lista yfir atriði sem taka
þyrfti tillit til. Þessu var ekki sinnt, og rannsóknarmenn-
irnir létu blekkjast af brögðum tveggja ungra manna.
Hvort „margar lærðar ritgerðir“ hefðu verið skrifaðar um
þessar rannsóknir, ef Randi hefði ekki komið upp um
allt saman, er auðvitað umdeilanlegt. En hinn lítilfjörlegi
útdráttur, sem dr. Erlendur minnist á, var, að sögn Randis,
með ákveðnara orðalagi í upprunalegri mynd. Sú útgáfa
var afturkölluð og breytingar gerðar, þegar rannsóknar-
menn fengu pata af því, að maðkur væri í mysunni.
Þ.8.
TILVITNANIR:
1. Rudolf Thiel: „Universets erobring". Skriíola, Khöfn, 1958.
2. Martin Gardner: „Fads and Faliacies in the Name of Science“.
Dover Publications, New York, 1957.
3. Isaac Asimov: „Biographical Encyclopedia of Science and Techno-
logi“. Doubleday, Garden City, 1964.
4. John Palmer: „Extrasensory Perception: Research Findings".
Aðvances in Parapsychological Research, 2. Plenum Press, New
York & London. 1978.