Morgunn - 01.06.1984, Page 42
40
MORGUNN
fyrirbæranna, E.H.) eftir þrotlaust rannsóknarstarf í heila
51d, kann að vera nokkur ábending um svarið“.
Þótt öld sé liðin síðan rannsóknir hófust á þessu sviði er
fjarri sanni að nefna þær þrotlausar skipuiegar rannsóknir
fjölda fræðimanna. Þessir menn voru fáir og unnu oftar
en ekki að rannsóknum á þessu sviði með öðrum störfum
eða aðeins um stundarsakir, svo sem próf. Guðmundur
Hannesson1) eða próf. Ágúst H. Bjarnason.2* Rannsókna-
stofa við háskóla var ekki stofnuð í greininni fyrr en við
Duke háskóla á fjórða áratugnum og þar hafa aldrei unnið
nema fáir menn í senn. Meira að segja í upphafslandi þess-
ara rannsókna, Bretlandi, verður ekki tii háskólastofnun
eða fast embætti á þessu sviði fyrr en á þessu ári við há-
skólann í Edinborg.
Aðalstarf stofnenda Society for Psychical Research í
Bretlandi voru rannsóknir á meintri reynslu almennings
af dulrænum fyrirbærum og voru þær framkvæmdar svo
sem best tíðkast við réttarrannsóknir. En slík gögn þóttu
er á leið ekki frambærileg sem vísindaleg sönnunargögn
þótt almennur málarekstur fyrir dómstólum hafi ætíð
byggst að verulegu leyti á slíkum rannsóknum og geri fram
á þennan dag.
Annað verksvið voru rannsóknir á miðlum, ekki síst
þeim sem orðaðir voru við efnisleg fyrirbæri. Sem dæmi
má nefna rannsóknir Sir William Crookes31 og fleiri4) á
D. D. Home og rannsóknir próf. Guðmundar Hannessonar
á Indriða Indriðasyni.11 f þessum tilvikum voru að verki
menn sem almennt vom taldir mjög hæfir og hvorugur
þessara miðla varð í rannsókn uppvís að svikum þrátt
fyrir fjölda vitna og athugana um árabil. Þessir tveir miðl-
ar hurfu brátt af sjónarsviðinu hver á sínum stað. Margir
miðlar urðu uppvísir að svikum og á aðra voru borin svik.
Fyrir bragðið vildu sumir er á leið ekki taka mark á nein-
um rannsóknum á einstökum mönnum. Hversu vönduð sem
rannsókn eða athugun var mátti ævinlega deila um það
eftir á hvort hún hefði verið nógu vel gerð, og hvort ekki