Morgunn - 01.06.1984, Page 55
ÁHRIF SPÍRITISMA . . .
53
I þessari ritgerð verður tekið tillit til ofangreindrar að-
greiningar á spíritisma og dulsálarfræði og ennfremur
þeirra skilgreiningaratriða sem þar koma fram á spíritism-
anum.
I handbókum má finna hnitmiðuð svör við spurningunni
um hvað spíritismi sé og af þeim má ráða að meginatriðin
séu að hann gerir ráð fyrir að andi manna lifi líkamsdauð-
ann af og að jarðneskum mönnum sé mögulegt að ná sam-
bandi við framliðna. 1 Psykologisk leksikon er spíritisminn
skilgreindur á eftirfarandi hátt:
en filosofisk religio teori, der hæver at mennesked
bestár af et legeme og en ndelig sjæl, der kan frigore
sig fra legemet ved doden. Den populære form for
spiritisme er troen pá at mennesker kan kome i kon-
takt með afdodes ánder, evt. v.h.a. et medium.9>
I Britanica er spíritisti sagður vera
a person who believes that communication with those
who have passed into the higher life“ (have died) is
possible and makes such communication the centre of
his religiond0*
Þegar hugað er að því hvaða skilning Einar H. Kvaran
lagði í hugtakið spíritismi kemur í ljós að hann er í megin-
atriðum sá sami og kemur fram í ofangreindum tilvitnun-
um. 1 fyrirlestrinum Samband við framliðna menn gerir
hann allskýra grein fyrir skilningi sinum á hugtakinu. Þar
segir hann að „undirstaðan undir spiritismanum" sé þekk-
ing á því ,,að atburðir sérstakrar tegundar hafi gerst á dög-
um nútiðarmanna“.n> Þessa atburði nefnir hann dularfull
fyrirbrigði.
Þessi fyrirbrigði eru grundvöllur spíritismans/. . ./.
En viðurkenning þeirra, sú þekking að þau reynist í
raun og veru, er enginn spíritismi. /--------/ Spírit-
isminn kemur ekki til greina, fyrren farið er að draga