Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Page 57

Morgunn - 01.06.1984, Page 57
ÁHRIF SPÍRITISMA ... 55 eðlis þroskun vor verður, eftir að sálin hefir losnað við jarðneska líkamann.16) Ekki þarf lengi að lesa í ritgerðum Einars um spíritisma, dulræn fyrirbrigði og lífið eftir dauðann til að verða þess áskynja að spíritisminn hefur haft mjög greinileg áhrif á lífsskoðun hans og er það í fullu samræmi við ofangreind orð hans. Meginatriðið varðandi þátt spíritismans í lífsskoðun Ein- ars H. Kvarans er, að sannfæring hans að líf sé eftir dauð- ann og að hægt sé að ná sambandi við framliðna, verður því sem næst óaðskiljanleg kristinni trú í huga hans. Sam- band kristninnar og spíritismans var Einari afar hugleikið og um það flutti hann erindi og ritaði fjölmargar greinar.17 Einari var efst í huga að með athugunum á dularfullum fyrirbærum fengi kristindómurinn vísindalegan grundvöll til að byggja kenningar sínar og helstu trúarsetningar á. M.a. áleit hann að eitt meginatriði kristinnar trúar, upp- risa Krists, væri skýranleg frá vísindalegu sjónarmiði sál- arrannsóknanna.18) Um leið og kristindómurinn fengi sann- anir fyrir því að atburðir eins og upprisan gætu gerst í raun og veru taldi Einar að fótunum væri kippt undan vantrúar- öldu vísinda- og efnishyggjunnar sem hafði verið mikið ráðandi seinustu árin að áliti Einars. Einar áleit að rann- sóknir á dulrænum fyrirbrigðum væru að gefa mönnum aftur trúna á ,,þær staðreyndir“ sem „ómótmælanlega hafa hrundið stofnun kristninnar af stað.“1!)) Vegna þessa vildi Einar að það sem spíritisminn hefur til málanna að leggja í sambandi við grundvallaratriði kristins trúarlífs yrði tek- ið til greina af kristinni kirkju. Auk þess sem spíritisminn og sálarrannsóknir leiða mik- ilsverð sannindi í ljós varðandi grundvöll kristninnar, taldi Einar að siðfræðin hlyti „að grundvallast á þekkingunni á öðrum heimi“, ef hún ætti ekki „að svífa alveg í lausu lofti.“ao)

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.