Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Page 61

Morgunn - 01.06.1984, Page 61
ÁHRIF SPÍRITISMA . . . 59 sælusviðið og þangað fer allur þorri framliðinna manna strax eftir andlátið. Einar lýsir því svo: Eftir lýsingunum er þetta svið mjög mismunandi, skuggalegt og gleðisnautt neðan til, þar sem þeir menn lenda, sem mjög eru illa undir vistaskiptin bún- ir, en verður æ viðkunnanlegra, eftir því sem ofar dregur. Margir hafast þar við skamma stund að eins, en ýmsir eru þar lengi. Mjög algengt virðist það vera um þá framliðnu menn, sem gera vart við sig af þessu sviði, að þeir tjá sig ekki mundu fáanlega til að fara inn í jarðlífið aftur, hvað sem í boði væri, þó að þeir að hinu leytinu dyljist þess ekki, að mörgu sé ábóta- vant og að mikið vanti á fullsælu. Aftur á móti eru aðrir fullir óþreyju og gremju, og sumir geta alls ekki áttað sig á breytingunni, fyr en eftir nokkurn — mis- jafnlega langan — tíma, og þræta harðlega fyrir það, að þeir séu komnir út úr hinu jarðneska iífi.28) Fyrir ofan astralsviðið er Sumarlandið svokallaða. Það er „neðsta ríki ljósheima eða sæiustaðanna" og einna yfir- gripsmesta lýsingin i einni setningu á tilverunni þar er „að lífið þar sé eins og jarðlífið, ef það væri fullkomið“.29) Einar segir að menn hagi lífi sínu þar, /... / að einhverju mjög miklu leyti, svipað og hér. Menn njóta sams konar gæða og unaðar, en í fyllra og göfugra mæli.80) Til Sumarlandsins koma margir bráðlega eftir andlátið, sumir jafnvel tafarlaust. Fyrir öðrum verður meiri dráttur á því, og dráttur- inn verður auðvitað skammur eða langur eftir því, hvað vel eða illa mönnum gengur að samþýðast þeim heimum, sem þeir eru nú komnir inn í.^1 >

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.