Morgunn - 01.06.1984, Síða 68
66
MORGUNN
Þá er Hindúisminn einnig voldugt eyland í fljóti hinnar
sístreymandi sálrænu reynslu mannkyns. Hér er ekki um
að ræða trú stofnaða af manni, heldur opinberun frá hinum
Ótakmarkaða Huga, sem notaði sem farvegi til manna
meistara, er sökktu sér niður í sálræna hugskoðun. Þessir
menn voru gæddir yfirnáttúrlegum hæfileikum. Þeir sáu
sýnir, þeir heyrðu raddir, og þeir viðuðu að sér ódauðlegum
sannindum úr garði Guðs. Enginn túlkar Hindúismann á
vorum dögum eins vel og dr. S. Radhakrishnan, en hann
segir: „Á fágætum augnablikum andlegs lífs skynjum vér
nálægð hins guðlega."
Þannig urðu upptök Hindúismans, spíritisk, fyrir miðils-
starf, af sáirænum rótum. Hin miklu helgirit hans, Gita,
Upanishadbækurnar og Vedabækurnar, voru ekki skrifuð
af þjálfuðum vitsmunamönnum, þau eru hraðrituð af inn-
blásnum sjáendum, sem skrifuðu á valdi sálrænna áhrifa.
Þau geyma opinberlega speki um karma, endurholdgun,
yoga og hinn heimspekilega mótuðu hugtök blekkingar og
raunveruleika, sem eru grundvallarhugtök austrænnar trú-
speki.
1 Upanishadbókunum er þannig sungið: „1 upphafi var
ekkert til, nema Hann Sjálfur. Hann litaðist um en sá
ekkert annað en Sig Sjálfan. Hann varð hræddur eins og
allir verða, sem einmana eru. En þá sagði Hann: Hvers
vegna skyldi ég óttast, fyrst enginn er til, nema Ég?“
Þessi urðu upptök Hindúismans, átrúnaður á einn Guð,
hið Guðlega Sjálf. Og nú játa 320 milljónir manna þennan
átrúnað.
Og þannig trúa Búddhatrúarmenn á sannleika Búddha.
Og því skyldu þeir ekki gjöra það? Hin sáiræna reynsia
er áhrifamikið atriði bæði í lífi Gotama Búddha og í sögu
trúarbragða hans. Þótt helgisagnablærinn sé víða auðsær
á hinum fornu heimildum, er þetta auðsætt. Búddha var
til — svo er kennt — frá upphafi tímans. Iiann var „orðið“,
„Logos“, hinn sanni „Bodhisattva“, holdguð opinberun