Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Síða 71

Morgunn - 01.06.1984, Síða 71
HINN SÁLRÆNI GRUNDVÖLLUR . . . 69 var sá atburður, að sálræn fyrirbrigði gerðust í loftsalnum, þar sem andinn birtist í aðdynjanda sterkviðris og tungur, eins og af eidi væru, sáust yfir höfðum postulanna. Meginvon kristins mans er sú, að látinn lifi. Á ekkert vald trúir hann fremur en á bænasamfélagið. Kirkjan kennir æskulýðnum að Jesús sé getinn á yfirvenjulegan hátt. Trúin á himneska boðun Maríu vottar tilhneigingu til að gjöra konuna vegsamlega. Kristindómurinn kennir, að englar hafi boðað fæðingu frelsarans, að vitrun Jósefs úm að flýja, hafi bjargað barninu nýfædda frá bráðum bana, að himnesk rödd hafi heyrst, þegar Jesús var skírður, og að hvarvetna hafi kraftaverkin gerst á leið hans frá Nazaret og til Golgata. Kirkjan heldur á lofti því fyrirheiti Krists, að þessi dásemdarverk eigi að vera förunautur trú- aðra lærisveina hans um allan aldur, og hún vottar sýnir °g viranir helgra kvenna og karla. Vísindamaðurinn Louis Anspacher spurði einhverju sinni: „Hvernig getur rétttrúaður kristinn maður neitað að trúa á telepathíuna (fjarhrifin), þar sem hann iðkar hana hverju sinni, þegar hann biður? Hvernig getur trú- aður kristinn maður neitað að trúa á birtingar framliðinna, úr því Jesús birtist lærisveinunum í Emmaus? Hvernig getur rómv. kaþólskur maður neitað að trúa á hlutskyggni (psychometrie), þegar hann trúir því að í beinum og leif- úm heilagra manna búi læknandi orka, eins og í Lourdes og St. Anne de Beaupre?“ Hvar á meðal hinna 850 milljóna kristinna manna finnst sá maður, að hann trúi ekki því, að a. m. k. einhver hluti hinna helgu ritninga sé innblásinn af Guði? Meira að segja Múhameðstrúarmenn trúa því. Múhameðstrúarmenn trúa því einfaldlega vegna þess, að þeir eru sannfærðir um að hin heilaga bók þeirra Kóraninn, sé algerlega innblásin af Guði og gefin mönnum fyrir milli- göngu Gabríels engils. Þeir trúa því, að leiðsögn Kóransins til rétts lífernis og sáluhjálpar sé óumdeilanleg, vegna þess að Kóraninn hafi verið til á himnum í upphafi aldanna.

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.