Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Side 72

Morgunn - 01.06.1984, Side 72
70 MORGUNN Þar var hann til í huga Guðs og beið aðeins þess, að hinn rétti maður kæmi til að veita honum viðtöku. Hinn rétti maður var spámaðurinn Múhameð. Múhameðstrúarmenn eru um 450 milljónir, og efasemdum þínum svara þeir með þessari brennandi spurningu: „Hefði ómenntaður úlfalda- ekill, eins og Múhameð var, getað skrifað þessa mestu bók allra arabískra bóka, ef hann hefði ekki einfaldlega skrifað það, sem engillinn sagði honum að skrifa?“ Guðleg opinberun, handleiðsla anda, eða spiritismi, kall- aðu það hvað sem þú villt, en víst er, að straumur sálrænn- ar reynslu rennur í gegn um öll trúarbrögðin. Trúarbrögðin, eldri og yngri, eru eylönd, sem hillir undir á úthafi sálrænnar i’eynslu kynslóðanna. Og þegar daga mun af nýjum trúarbrögðum á nýrri öid, rísa einnig þau eins og eylönd úr sama hafi. Og ennþá munu vegsögumenn og leiðtogar vera þeir, sem hafa opin hug við himneskum vitrunum, menn, sem með sálrænni sjón sjá það, sem aðrir sjá ekki, menn, sem með hinu innra eyra geta numið lær- dóma hinnar hvíslandi, himnesku raddar. Ekki veit ég hvernig heimurinn lítur á mig, en mér finnst ég vera eins og lítill drengur, sem leik mér á ströndinni. öðruhvoru hef ég fundið eins og einn stein, sem var fægðari, og skel sem var fegurri en önnur, en allan tímann iá haf sannleikans jafn ókannað fyrir aug- um mínum. StœrÖfrœOingurinn Isak Newton.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.