Morgunn - 01.06.1984, Page 73
AUÐUR H. HAFSTEINSDÓTTIR:
ÞAÐ VORU HALDNIR MIÐILSFUNDIR
í BUCKINGHAM HÖLL
ÞÝTT ÚR „TWO WORLDS“
Viktoriu drottningu var ekki skemmt. Hún ýtti dagblað-
inu til hliðar og kallaði fyrir sig tvo menn úr hirðinni.
„Vér óskum þess, að þið farið á miðilsfund,“ sagði hún.
— Á sama tíma lagði 13 ára drengur af stað i skólann,
allsendis grunlaus um að sá dagur kæmi, að einn valda-
mesti þjóðhöfðingi heims myndi óska eftir stöðugri nær-
veru hans við hirðina.
Robert James Lees var fæddur miðill. Hann fæddist 12.
ágúst 1849. Hann var svo skyggn sem smábarn, að ekki
var hægt að láta hann vera einan í herbergi að nóttu til.
Barn að aldri, var hann farinn að halda vikulega miðils-
fundi fyrir fjölskyldu sína. Árið 1861 lést Prins Albert,
eiginmaður Victoriu drottningar, sorg hennar var mikil.
Á miðilsfundi sem haldinn var á heimili Lees skömmu
eftir, féll Robert í dásvefn. 1 sambandið kom rödd sem
sagðist vera eiginmaður drottningarinnar, og mælti hann
svo fyrir að Victoriu drottningu yrði sagt, að honum væri
fært að tala við hana í gegnum þennan barnunga miðil.
Ritstjóri nokkur, sem var vinur Lees fjölskyldunnar,
var viðstaddur þennan fund. Hann var svo uppnuminn að
hann birti grein um fundinn í blaðinu. Það var þessi blaða-