Morgunn


Morgunn - 01.06.1984, Side 76

Morgunn - 01.06.1984, Side 76
74 MORGUNN anna væri lesið sér fyrir af framliðnum. f bréfi til G. Maurice Elliott, segir hann: „Þegar þessar bækur urðu til, voru hinir himnesku gest- ir jafn áþreifanlegir og ég sjálfur. Þeir gátu fært til hús- gögn, litið í bækurnar mínar, leikið á hljóðfæri og yfirleitt hagað sér eins og ég gerði sjálfur. Oftsinnis hef ég gengið götur Lundúna, með einhverjum þeirra. Þeir hafa ferðast með mér í lestum, þeir hafa hitt mig og jafnvel talað við vini mína, á sýningum og gengið með mér á ströndinni.“ — Victoria drottning pantaði sex sérinnbundin eintök af bók hans „Through the Mists“, sem hún gaf meðlimum konungsfjöiskyldunnar. Skömmu fyrir dauða sinn, sendi hún eftir Lees, þakkaði honum það sem hann hafði gert fyrir hana, og bauð hon- um enn einu sinni lífeyri, sem hann afþakkaði nú sem áður fyrr. Eva Lees, dóttir miðilsins, sagði J. Arthur Findlay, að drottningin hefði aldrei skrifað föður hennar, heldur sent sérstakan sendiboða. Var það gert vegna hleypidóma gegn spíritisma við hirðina. Findlay skrifar í bók sinni „The Curse of Ignorance“, (Bölvun fáfræðinnar): Viktoria drottning skráði hjá sér allt sem kom fram á fundum bæði hjá John Brown og Lees. Dr. Davidson, djákni af Windsor, sem seinna varð erki- biskup af Cantaraborg, var alltaf fjandsamlegur gagnvart konunni sem bar titilinn „Verndari trúarinnar“, en var svo ekki nógu strangtrúuð. Hún fór ekki eftir ráðleggin- um hans, um að hætta að hafa samband við eiginmann sinn í gegnum miðla, og ól fjölskyldumeðlimi upp í trú á spíritisma. Þannig að í gegnum tíðina hefur konungsfjöl- skyldan setið fundi hjá ýmsum frægustu miðlum heims. Eft'ir dauða John Browns ritaði drottningin eftirmæli um hann og óskaði eftir að fá það birt. Þar hafði hún skýrt nákvæmlega frá fundum sínum hjá miðlinum. Dr. Davidson og Sir Henry Ponsonby, einkaritari hennar, harðneituðu

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.