Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Page 9

Morgunn - 01.12.1986, Page 9
þar aðallega skilið á milii, en sú kenning er ein af undir- stöðum guðspekinnar. 1 fyrsta hluta þessarar ritgerðar3 er gerð grein fyrir menningarlegum og félagslegum forsendum fyrir þeim átökum um guðfræðileg efni, sem leiddu til þess að frjáls- lynda guðfræðin náði öruggri fótfestu meðal guðfræðinga í Reykjavík um aldamótin. Þrátt fyrir það að frjálslynda guðfræðin (þýska) leit yfirleitt allt öðrum augum á hin svokölluðu dularfullu fyrirbæri en spíritistar, þá var hún að vissu leyti forsenda fyrir framgangi spírtistmans, a. m. k. sem fjöldahreyfingar. Um þetta verður fjallað nánar hér á eftir, en nauðsynlegt er að ræða þetta atriði lítillega hér í byrjun. Frjálslynda guðfræðin gróf undan aldagamalli trú á tilvist helvítis og eilífa útskúfun. Hún gaf sér sem forsendu að framvinda vísindanna væri ekki í mótsögn við fram- gang kristinnar trúar, heldur gæti þvert á móti gegnt þar jákvæðu hlutverki. Frelsi einstaklingsins, frelsi vísinda- mannsins og guðfræðingsins væru samhljóða anda og boð- un kristindómsins og forsenda þess að komast að innsta kjarna guðlegrar opinberunar í Kristi. Hér gegndu biblíu- rannsóknirnar lykilhlutverki. Guð væri fyrst og fremst góður og kærleiksrikur — óendanlega kærleiksríkur. Við þessar kringumstæður voru forsendur fyrir nýjum skiln- ingi á dularfullum fyrirbrigðum og andaverum. Hvers vegna skyldu andar og dularfull öfl vera af hinu vonda, ef helvíti var ekki lengur til og kærleikur Guðs óendanlegur? Fyrir marga varð frjálslynda guðfræðin undanfari spíri- tismans. Ekki var Jón Helgason prestaskólakennari í þeim hópi, en hann var sá ,er endanlega hóf þá guðfræðistefnu til vegs og virðingar í íslensku kirkjulífi. Hann vék að atriðum eins og andlegu frelsi, sannleiJcsleit og mikilvægi mannlegs persónuJeika þegar í fyrirlestri um kenningar- frelsi presta á prestastefnu árið 1899. Ekki var sá fyrir- lestur birtur á prenti, en ítarlegt ágrip birtist i blaðinu ísafóld. Eins og siðar mun að vikið, er það varla tilviljun, 3. Saga XVII 1980, bls. 193 og áfram. MORGUNN 7

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.