Morgunn


Morgunn - 01.12.1986, Page 36

Morgunn - 01.12.1986, Page 36
NIÐURSTÖÐUR Rétt fyrir aldamótin og á fyrsta áratug þessarar aldar bárust til landsins ýmiss konar nýjar stefnur í trúmálum og náðu fótfestu í því samfélagi, sem var að rísa í Reykja- vík. Einstaklingar með sérgáfu spámannsins og leiðtoga- hæfileika komu fram og höfðu meiri áhrif á trúarlif þjóðar- innar en önnur dæmi munu til á 19. og 20. öld. Þessar hreyfingar eru skýr vitnisburður um þær miklu þjóð- félagslegu breytingar, sem áttu sér stað á íslandi í upphafi þessarar aldar .Þær sýna og sanna, að staða og hlutverk trúarstofnana og trúarbragða í samfélaginu hafði breyst í grundvallaratriðum. Áður fyrr var það samfélagið sjálft, uppbygging þess og viðhald, sem markaði viðfangsefni trúarbragðanna og var hið miðlæga í trúarlífinu, en nú varð það einstaklingurinn og vitund hans, sem komst í sviðsljós trúarinnar.10 Hvað varðar trúmálasviðið sérstak- lega, þá hafði þessi þróun orðið áratugum og jafnvel öld áður í nágrannalöndunum. Það sem seinkaði þessari þróun á Islandi, var framan af einangrunin og almenn deyfð, og síðar hin sérkennilega samtvinnun sjálfstæðisbaráttunnar (þjóðernishreyfingarinnar) og íhaldssamrar skólaspeki í kirkju- og trúmálum.11 Það er ekki viðurkennd aðferð í félagsvísindum að láta einstaklinga vera samnefnara fyrir heilt tímabil í sögunni eða ákveðna þjóðfélagsþróun. Hér er samt ástæða til að nefna þá Friðrik Friðriksson og Harald Níelsson. Þeir voru jafnaldrar. Báðir lásu við Kaupmannnahafnarháskóla á siðasta áratug 19. aldar, þegar raunsæisstefnan og visinda- hyggjan, sem voru aflsráðandi í andlegu lífi íslensku stúd- entanna, virtust vera að naga sundur rætur kristinnar trú- 10. Á Jjetta benda Peter Berger og Thomas Luckmann í ritgerðinni Secul- arization and Pluralism. 1 lnternational Yearbook of Sociology of Religion II 1966, bls. 73—86. Þeir tala um „privatization" og „subje- tization" í þessu sambandi. 11. Um þetta atriði hefur höfundur fjallað nánar í Church and Social Shange. O Study of the Secularization Process in lceland Í830—1930. Plus Ultra, Vanersborg 1983, bls. 87 og áfram. 34 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.