Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 9

Morgunn - 01.06.1993, Page 9
Magnús H. Skarphéðinsson Er hlutverki sálarrannsóknafélaganna sem rannsóknarfélaga lokið? Nú að tœpri öld liðinni í starfi sálarrannsóknahreyf- mgarinnar á Islandi virðist fátt minna á nokkuð sem kallast gœti sálarrannsóknir eða raunverulega könnun hins meinta sambands okkar við annan heim. Gagnrýnis raddir á hreyfinguna hafa fremur lítið breyst í aldarinnar rás, þótt minna beri opinberlega á þeim nú síðustu áratugina. Opinberlega má líta svo á að sálarrannsóknarfélögin hafi „tapað” baráttunni við gagnrýnendur sína, enda ber ýmis framkoma hennar þess augljós merki þrátt fyrir að í vitund almennings sé tilvist dulrænna fyrirbæra almennt viðurkennd og sterk og djúptæk sannfæring fjöldans fyrir lífi eftir dauðann sé einnig sífellt staðfest af mörgum at- hugunum á því sviði. Meðal bæði þröngsýns og víðsýns háskólamenntaðs fólks hér á landi sem víða erlendis hefur orðið nokkurs konar þegjandi samkomulag um að líta á velflest sálar- rannsóknafélögin fremur sem trúarhreyfingar en rann- sóknarstofnanir, úr því þar fari lítið sem ekkert vísindalegt starf fram. Þarafleiðandi beri þessum félögum ekki að kenna sig við vísindi, þar sem þau „vísindi” sem þar séu viðhöfð séu almennt séð falsvísindi á hinn almenna mæli- 7

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.