Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 10

Morgunn - 01.06.1993, Side 10
MORGUNN kvarða vísindalegrar gagnrýni. Engin vísindaleg aðferðafræði er sögð af gagnrýnis- röddunum viðhöfð í hreyfingunni og enn minna sé hugsað á nótum raunverulegra vísindamanna við viðfangsefni sálarrannsóknafélaganna en ástæða þætti til. Sagt er að þrátt fyrir erfiðleikana við að klófesta mannshugann niður í vísindalegar mælieiningar og hið meinta samband hans við aðra heima þá sé slíkt vel gerlegt, auðvitað þar sem annars staðar í eðlisfræðinni. En hinn raunverulega áhuga fyrir því skorti nær alveg hvað sem öllum útjöskuðum vís- indaklisjum í ræðum flestra félagsmeðlima annars líður. Hvað er til ráða? En hvað er þá til ráða? Á að leggja hreyfinguna niður? Á að breyta nafni hennar í Spíritistafélagið eða Spíritista- kirkjuna? Eða á bara að hafa þessar þversagnir í núverandi heiti hennar og starfsháttum áfram? Eða er kannski hægt að stunda og framkvæma raunverulegar vísindalegar rann- sóknir samhliða ýmissi miðlaþjónustu félaganna til félags- manna sinna? Mín skoðun er sú að slíkt sé vel gerlegt. En fyrst verða menn að játast undir að vilja virkilega kljást bæði í orði og í verki, sem og fjárhagslega, við vísindalegar hliðar viðfangsefna alvörusálarrannsókna áður en lengra er haldið. Slík stefnubreyting er í rauninni eina leiðin út úr þeirri sjálfheldu sem málefnið óneitan- lega er komið í og sýnt hefur sig best á hinum stöðuga flótta okkar undan gagnrýnisröddum vísindamanna, nú sem fyrr. Að öðrum kosti bíður sálarrannsóknahreyfingarinnar lítið annað en hægur og rólegur dauðdagi undan hinni símalandi grjótkvörn upplýsingastefnunnar, sem í daglegu tali almennings er stundum kölluð vísindahyggja nútím- ans. En valið er félagsmanna sálarrannsóknafélaganna. 8

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.