Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 13

Morgunn - 01.06.1993, Side 13
MORGUNN ekki. En samt þarf að staðnæmast nokkuð við þessar spumingar og ýmsar hliðar á þeim. Gagnrýniraddir okkar benda iðulega á þessi atriði og við getum fáu svarað. En framhjá þeirri staðreynd er alls ekki hægt að ganga að við íslendingar áttu stórmiðla á heimsmælikvarða á nánast hverjum fingri á fyrri hluta aldarinnar. Og reyndar allt fram til ársins 1977 er þessu „stórmiðlatímabili” okkar formlega lauk með flutningi Hafsteins miðils yfir í „næsta heim”. Þar með lauk þessu afar merkilega 72 ára tímabili hér á landi sem staðið hafði yfir frá árinu 1905 með komu prentsmiðjunemans unga, Indriða Indriðassonar frá Skarði í Skarðssveit hingað til Reykjavíkur. Suðurkoma hans og kynni hans og samstarf við Einar H. Kvaran er ekki bara upphafstímabil þessara fræða hér á landi, heldur einnig og ekki síður langvísinda- legasta skeið sálarrannsókna á íslandi til þessa. Um það þarf heldur ekki að deila. Eftir heilsubrest Indriða árið 1909 og eftir dauða hans 1912 var hér um nokkura missera skeið nokkurs konar „einskis-djúpsvefnsmiðils-tími” á íslandi. En það stóð ekki lengi. Því fyrr en varði kom fram á sjónarsviðið, bæði á þriðja, fjórða og fimmta áratugnum og fram á sjötta áratuginn, hver stórmiðillinn á fætur öðrum. Þrjú af helstu nöfnunum í þeirri upptalningu í mínum huga eru þau Andrés miðill, Lára miðill og síðastur Hafsteinn miðill sem fyrr var minnst á. En hvað höfum við í dag? Það er fremur rýr eftirtekja í stórsannanamiðlum og stór- upplýsingastreymis-miðlum eins og ég hef kosið að kalla brautryðjendurna fjóra, sem fyrr voru nefndir, þ.e. Indriða, Láru, Andrés og Hafstein. Ekki er það skorturinn á stórmiðilsefnum Við þessu er því síðan að bæta að þjóðin er nánast tvöfalt fjölmennari í dag en á stórmiðlatímabilinu á fyrri hluta 11

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.