Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 15

Morgunn - 01.06.1993, Page 15
MORGUNN þjóðfélagsmál og vandamál sam- tímans. Leiðtogar þjóðkirkjunnar og guðfræðideildarinnar hafa heilaþvegið prestastétt landsins síðustu áratugina svo mjög að það gengur guðlasti næst að nefna í sömu andránni Jesú eða Pál post- ula og mögulegar og líklegar mið- ilssýnir þeirra sem og aðra miðils- hæfileika beggja. Með öðrum orðum þá hafa þessir tveir andlausu hrímþursar íslensks samfélags, Háskólinn og lútersk-evangelíska þjóðkirkjan, tekið höndum saman og komið því svo fyrir að sálarrannsókna- hreyfing Islands er ekki svipur hjá sjón í dag miðað við það sem hún var í byrjun aldarinnar. Þá voru alvöru sálarrannsóknir stundaðar í Tilraunafélaginu eldra á miðils- starfi Indriða miðils af þeim Einari H. Kvaran og prófess- orunum Haraldi Níelssyni, í guð- fræði, og Guðmundi Hannessyni, í læknisfræði. Nú er því öldin önnur enda býr Gaukur ekki leng- ur á Stöng. I þriðja lagi, sem skýring á því hvers vegna við höfum farið Lára Agústsdóttir miðill. Þrátt fyrir að Lára hefði stundað miðilssvik, eða réttara sagt miðilsýkjur með gardínudulunum sem svifu á rennibrautum í loftinu, og verið dœmd opinberlega fyrir hér í Reykjavík, þá breytir það engu um það að hún var einn besti miðill Islendinga á 20. öldinni. Líklega nœst á eftir Indriða. Hún hafði töluverða hœfileika í átt til líkamn ingafyrirbœra og urðu margir vitni að því er svipir af látnu fólki sáust greinilega á fundum hjá henni. svona halloka í opinberu umræð- unni, og verið svona rækilega úthýst úr öllum umræðum til dæmis í Háskóla Islands, þá höfum við sjálf sofnað illilega á verðinum í viðleitni okkar sjálfra og félaga okkar 13

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.