Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 17

Morgunn - 01.06.1993, Side 17
MORGUNN sem erlendis í nafni hreyfingarinnar, heldur ekki síður að hefja opinbera umræðu aftur um þessi merkilegu mál. Meðal annars um það hvað megi líta á sem bráðabirgða- niðurstöður íslenskra og erlendra sálarrannsókna um mögulegar gerðir og eðli handanheimanna. Einnig þarf líka að líta á þau viðfangsefni sem sálar- rannsakendur tuttugustu aldarinnar hafa að miklu leyti ekki getað svarað, eftir að fyrstu spumingunni var svarað, þ.e. hvort raunverulegt og persónulegt vitsmunalíf hvers og eins einstaklings eftir dauðann sé til. En næstu spum- ingar eru nánast alveg eftir. Eins og t.d. hvernig þetta næsta líf „hinum megin” sé og hvar það fari fram og hvemig er samfélagi mannanna þar sé háttað? Lifir fólk fjölskyldulífi þar svipað því og hér gerist? Borðar það? Á ntaður þess kost á að hitta alla þá sem maður óskar eftir að hitta „hinum megin”? Jafnvel Ingólf Arnarson (sem reyndar hvorki var fyrsti landnámsmaðurinn né hét Ingólfur en það er aftur önnur saga), o.s.frv. Semsagt könnun þessara andaheima eða handanheima með nokkuð skipulögðum hætti. Alltoflítið áunnist á 90 árum sálarrannsóknafélagsins Þrátt fyrir níutíu ára linnulítið starf sálarrannsókna á Islandi hefur flestum þessum grundvallarspurningum ekki enn verið svarað á viðhlítandi hátt. Að ekki sé nú talað um spurningar í þá áttina hver sé tilgangur heimsins og nánari útlistun ofurfróðra handanheimsviðmælenda á því fyrirbæri sem við köllum Guð og eðli þess og uppruna. Fróðleikur um þessi fyrirbæri ætti alveg að komast í dag í gegnum þær „símalínur“ sem við nú þegar höfum byggt UPP á milli þessara heima okkar og hinna framliðnu. Eg er semsagt þeirrar skoðunar að þessum mark- miðum þurfi kerfisbundið að stefna að. En hvernig það er 15

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.