Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 26

Morgunn - 01.06.1993, Side 26
MORGUNN sem einhverja samsömun eiga sér við dulhyggju- hugmyndir, orðnir áhangendur einhverrar tiltekinnar hugmyndafræði sem veiti viðhlítandi skýringar og túlk- anir á öllu sem þurfa þykir. Þetta er ekki tilfellið. Dul- hyggjumaður þarf ekki að vera endurholdgunarsinni eða forlagatrúarmaður líkt og sumir telja, engu fremur en það að vera heimspekingur jafngildi því að vera t.d. stóisti eða existentíalisti. En hvað felur endurskoðun af þessu tagi þá í sér? Ég ætla að reyna að skýra það með nokkrum dæmum. Líkast til telja flestir þeir sem samleið eiga með dulhyggjuhugmyndum að annar veruleiki sé til og að til sé almætti eða Guð. Dæmigerð hugðarefni dulhyggjumanns gætu þá hljómað í líkingu við eftirfarandi spurningar: Hvað er það sem almættið hefur til þessa verið að reyna að koma mannkyninu í skilning um með því að senda því útvalda sendifulltrúa? Hvar skilur á milli boðskapar Guðs og mannasetninganna? Margt dulhyggjufólk trúir á Krist og boðskap hans um bræðralag og kærleika. Það vill gera sér far um að skilja af eigin raun hvað þessi boðskapur inniheldur en hafnar því vafalítið, að nokkurt veraldlegt kennivald geti sagt okkur að sá einn geti talist kristinn maður sem trúir á endurlausnarmátt Krists, þar sem hann hafi látið lífið fyrir syndir okkar. Hér erum við komin að rótum einnar af meginhugmyndum þeirra sem þræða vilja óhefðbundnar slóðir í rannsóknum sínum á lífinu og tilverunni, nefnilega ábyrgð. Þrátt fyrir að flest dul- hyggjufólk telji sig kristið í einhverjum skilningi og trúi á hornsteina þeirrar kenningar, þá held ég að margir hnjóti um kenningar eins og þessa sem kveður á um að fyrir Krist hljótum við fyrirgefningu synda okkar og séum hólpin. Slík kenning sé ekki annað en mannasetning, því ef svo væri ekki þá væru allir þeir sem ekki fella sig við þessa kennisetningu ekki kristnir, hvort sem þeim líkar 24

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.