Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 29

Morgunn - 01.06.1993, Side 29
MORGUNN Við lifum í heimi þar sem ríkir samkomulag, framsett í krafti skynsemishyggju og vísinda, um að ekkert sé til í þessum heimi nema það sem sannprófað verði með endur- teknum tilraunum og óyggjandi rökum. í þessum sama heimi hirðir meirihluti mannkynsins ekki um þetta grund- vallarsamkomulag í raun, þar sem þetta sama fólk trúir því að til séu fyrirbæri eins og Guð, sem ekkert verður um sagt samkvæmt viðmiðum skynseminnar; að líf sé að loknu þessu, að við getum öðlast eilíft líf að uppfylltum ákveðnum skilyrðum; að til sé upprisa frá dauða. En að við getum lifað oftar en einu sinni, er sú hugmynd virkilega fráleitari en nokkur þessara? Ég á erfitt með að sætta mig við að í heimi sem viðurkennir leynt og ljóst að til séu fyrirbæri í heiminum eða skýringar á honum, sem ekki verða studdar neinum rökum eða skýrðar í krafti vísindalegrar aðferðafræði, þá sé eitt viðhorf í þessum rakalausa flokki öðru fremra. Að ein trú sé annarri æðri, að einn sendiboði Guðs sé öðrum mikilvægari, hvað þá að hann sé einn. Hvergi er mannshugurinn frjálsari en þar sem röklegum skýringum á tilverunni sleppir. Það sést óvíða betur en í því hugmyndaflugi sem þrífst innan trúarbragðanna. En á sama tíma stend ég sjálfan mig að því að undrast hversu samþættanleg reynsla manna er af því sem við köllum gjarnan andlega reynslu, þar sem andinn fær að vera frjáls til þess að njóta þessara upplif- ana, óbundinn af mannasetningum. Það er þessi samþætt- anleiki andlegrar reynslu manna sem þarf að vera leiðar- Ijós til skilnings, ekki hvort upprisa eða endurholdgun eru tilfellið. Til þess að gefa gleggri yfirsýn af því hvað felst í hug- myndum dulhyggjumannsins þá vil ég draga upp eftir- farandi mynd: Eg hef í seinni tíð látið það eftir mér að leika mér með tilgátu. Ég hugsa mér að til sé eitthvað sem ég kalla 27

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.