Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Síða 31

Morgunn - 01.06.1993, Síða 31
MORGUNN leitinni hef ég stundum upplifað brotabrot af slíku ástandi þegar mér hefur tekist að handsama hamingjuna augnablik í senn. Með þessa tilgátu um tilgang og eðli lífsins að leiðarljósi hef ég skemmt mér við að skoða tilveru mína. Það eina sem skiptir máli í því að takast á við þessa tilgátu er ekki hvort hún veiti mér trúarlega sannfæringu um tilvist Guðs eða andlegs veruleika, heldur það að hún skapar nýtt sjónarhom þar sem ég sem einstaklingur get skoðað líf mitt og athafnir, siðferðilega breytni mína og veru í heiminum. Hún verður leið til skilningsauka. Það að skoða tilveru sína undir sjónarhorni slíkrar tilgátu er leið til þess að fullnægja þörf okkar fyrir að hafna því viðtekna, til þess að geta endurskapað skilning okkar á tilverunni á lifandi og merkingarbæran hátt. Mikilvægasti undirtónninn í slíkri skoðun er að ég held sá, að hún knýr okkur til þess að horfast í augu við siðferði okkar. Siðferðið hefur tilhneigingu til stöðnunar; það þarfnast reglulegrar endursköpunar og endurskoðunar til þess að haldast virkt og gilt í samfélagi okkar. Ég er að gera því skóna að tilgátur eins og sú sem ég nefndi hér að framan, að hver og einn sé ábyrgur gerða sinna og velji sér þær aðstæður sem hann þarf að glíma við í lífinu, knýi á um lifandi og virkt siðferði. Ríkjandi siðferði hverju sinni innrætir okkur viðhorf og gildismat. Það hefur áhrif á mat okkar á sjálfum okkur. Vegna þessarar innrætingar er þörf íyrir sífellda endursköpun og tilgátur af þessu tagi geta rækt þetta hlutverk. Ég lagði upp með að segja að lífsviðhorf mótist af glímu okkar við eitthvað í tilverunni sem er ósegjanlegt. Til staðar er samkomulag um það hvemig tiltekinn hluti tilverunnar verður skýrður, en lífsviðhorf okkar verður til 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.