Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 34

Morgunn - 01.06.1993, Page 34
Yogi Amrit Desai Að taka ábyrgð á lífi sínu. Þegar ég segi „þú ert ábyrgur fyrir lífi þínu“, þá á ég ekki við „ábyrgur“ í þeim skilningi að þú eigir að hafa sektarkennd vegna alls sem komið hefur fyrir þig. Fólk notar hugtakið „ábyrgur“ til að refsa sér, fremur en að nota það á uppbyggilegan hátt til þess að styrkja sig. Þegar við sjáum takmarkanir og höft sem birtast í lífi okkar og reynum að ryðja þeim úr vegi, þá tengjumst við hinni raunverulegu ábyrgðartilfinningu. Við breytum því sem okkur fannst áður ógerlegt. Við töpum krafti vegna þess að við teljum okkur trú um að einhverjar manneskjur eða einhver reynsla hafi mótað okkur eða að það sé einhver áunninn löstur sem komi í veg fyrir að „við lifum eftirsóknarverðu lífi“. Og síðan höldum við að það sé ekkert við þessu að gera. Sannleikurinn er sá að við getum aðeins leyst vandamál okkar þegar við hættum að kenna ✓ öðrum um. Asökun, skömm og sektarkennd er það sem kemur í veg fyrir að við finnum hinar sönnu lausnir í lífi okkar. Við fœðumst leitandi aðfrelsi og alsœlu Sálin er á ferðalagi í áttina að sínu sanna sjálfi sem er frumuppspretta ástar, þekkingar, frelsis og alsælu. Þegar við lærum að fjarlægja allt sem heftir okkur frá þessari uppsprettu getum við nýtt okkur hæfileika okkar til fulls og eytt sjálfsköpuðum þjáningum okkar. Allur óuppgerður ótti hindrar okkur í að tengjast uppsprettu okkar. Við eigum öll „óuppgerð mál“, sársaukafulla atburði úr 32

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.