Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 37

Morgunn - 01.06.1993, Page 37
MORGUNN finnum fyrir þessum stíflum sem áhrifum, kannski óþægi- legum eða sársaukafullum. Minningar og tilfinningar geta komið upp á yfirborðið. Ef við erum opin og dæmum ekki þessa reynslu, festumst ekki í henni eða reynum að breyta henni, munum við upplifa orkulosun sem er frelsandi, styrkjandi og fullnægjandi. Þú getur notað þessa aðferð í daglega lífinu. Á meðan þú ert að læra að verða meðvit- aður, munu atburðir halda áfram að kalla fram viðbrögð. Þessi frumviðbrögð eru í sjálfu sér ekki vandamálið. Það er það sem þú gerir við þau sem skiptir sköpum. Að „upplifa“ fremur en að sýna viðbrögð Þegar þú lendir í ákafa tilfinningaviðbragða þinna, er best að beina athyglinni að líkamanum, finna fyrir líffræði- legum áhrifum tilfinningaástandsins svo sem reiði, afbrýðisemi eða sársauka. Finndu breytingamar sem verða við þetta tilfinningaástand, t.d. spennu í líkamanum, orkuflæðið, eða ójafna og grunna öndun. Taktu eftir öllu þessu og slakaðu á. Andaðu djúpt. Þetta er kallað að „upplifa“ að bregðast ekki við eða dæma reynsluna. Þegar þú „upplifir“ við- brögð eins og þau gerast í huga þínum og líkama, styrk- irðu þau ekki með því að trúa þeim, né dæma þau röng og reyna að bæla þau. Þú fylgist einfaldlega með þeirn, upplifir þau til fullnustu, viðstaddur en hlutlaus. Á þennan hátt eyðast viðbrögð þín. Mótþrói þinn við raunveruleik- anum hverfur. Og þú getur leyft þér að upplifa til fullnustu það, sem þú hefur verið að fela á bak við viðbrögðin. Þar með lýkurðu hinni óloknu reynslu og leysir þig undan áhrifum hennar á sál og líkama. En ef þú trúir á viðbrögð þín, lifir þig inn í þau, nærir þau með tilfinningaþrungnum hugsunum og réttlætingum, magnarðu aðeins viðbrögðin. Ef þú reynir að réttlæta þig og telja þér trú um að þér eigi ekki að líða á þann hátt sem þér líður, þá bælir þú einungis 35 L

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.