Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 41

Morgunn - 01.06.1993, Page 41
MORGUNN rannsóknir. Síðan ferðaðist hann um heiminn og fékk í lið með sér hóp vísindamanna frá mörgum löndum, - lækna, sálfræðinga, geðlækna, eðlisfræðinga, efnafræðinga, líf- fræðinga, lífeðlis- og lífefnafræðinga og fleiri innan hinna ýmsu sviða vísinda auk rafeindafræðinga - sem allir voru fúsir til að takast á hendur rannsóknir og ferðalög í þessu sérstaka markmiði. Allt voru þetta vísinda- og rannsókna- menn sem þekktir voru hver á sínu sviði og má þar td. nefna dr. William Tiller við Stanfordháskólann í Banda- ríkjunum, dr. Norman Shealy, prófessor við háskólann í Wisconsin og Minnesota, sir Kelvin Spencer, dr. Lyall Watson og marga fleiri sem of langt yrði að telja hér. I fyrstu beindust rannsóknir Meeks og samstarfsmanna hans að svonefndum heilendum eða andalæknum og hæfileikum þeirra til heilunar og uppgötvuðu þeir margt furðulegt í því sambandi. Flestir heilendanna töldu að maðurinn hefði tvo líkama því að auk hins efnislega væri annar svonefndur ljósvakalíkami og að það væri einmitt sá líkami sem mestu máli skipti þegar um heilbrigði eða sjúkdóma væri að ræða. Algengt var að kalla þennan líkama andlega líkamann sem virtist vera hið sama og Rússar nefndu bioplasma-líkamann og tekist hafði að ljósmynda. Hinir andlegu læknendur töldu að framliðnir læknar aðstoðuðu þá við lækningarnar - sumir sögðust jafnvel sjá þá og heyra þá tala. Margir heilendanna höfðu litla sem enga menntun en náðu þó frábærum árangri í laekningum sínum eins og Meek og samstarfsmenn hans komust að raun um. Sannanir fyrir framhaldslífi voru þó þær rannsóknir sem áhugi Meeks og samstarfsmanna hans beindust fyrst og fremst að. Og þeir hófu brátt að smíða tæki - rafeindabúnað - sem mögulega gæti komið á sambandi við þá sem famir væru burt úr þessum heimi. ✓ I Evrópu hafði hópur rannsóknarmanna verið að vinna við að þróa tækni þar sein raddir látinna virtust koma fram 39

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.