Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 47

Morgunn - 01.06.1993, Page 47
Anna María Hilmarsdóttir Móðir Meera Móður Meera er ung indversk kona sem er sögð vera ein af núlifandi holdgunum hinnar guðlegu móður. Hún er það sem kallað er Avatar. Hvað er avatar? Avatar er sá sem kemur beint frá Guði í eina jarðvist til hjálpar mannkyninu og býr yfir mætti og ljósi Guðs. Avatar er því guðleg vera í jarðneskum líkama, þó að jarðlíkaminn sé takmörkunum háður getur Avatar kallað til allan þann guðdómlega mátt sem hann þarf hvenær sem er og í hvaða tilgangi sem er. Móðir Meera líkir avatar við demant. Hann er einn flöturinn á demantnum en um leið allur demanturinn í heild sinni. Við sjáum aðeins eina hliðina en allur demant- urinn er á bak við hana og umhverfis hana. Sérhver avatar hefur sínu sérstæða hlutverki að gegna, en þeir hafa allir, ásamt guruum þann tilgang að færa mannkynið nær Guði en nota til þess ólíkar leiðir og uðferðir. Munurinn á avatar og guru er sá að guru öðlast þroska sinn gegnum mannlega reynslu til þess að öðlast guðs- vitund en avatar hefur alltaf haft vitundina um Guð og kemur með hana með sér í jarðvist sína. Sagt hefur verið að guru sé sem ein nögl á þúsund höndum avatars. Svo miklu meiri er máttur avatars til að breyta heiminum. Avatar væntir einskis af tilbeiðendum sínum eða heim- 'num fremur en Guð og sinnir sínu starfi án tillits til 45

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.