Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 48

Morgunn - 01.06.1993, Page 48
MORGUNN hvemig heimurinn bregst við því. Avatar kemur hingað til jarðarinnar til að hjálpa öllum lifandi verum; dýrum, plöntum, manneskjum og öðrum verum. Mannkynið hefur alltaf möguleika á að þróast og breytast hvort sem avatar er hér eða ekki því að í eðli sínu trúir fólk á æðri veruleika. En þegar avatar kemur skynjar fólk betur möguleikann og þrá þess eftir æðri tilgangi verður sterkari. í gegnum tíðina hafa verið á jörðinni nokkrir avatar. Ur sögunni eru þekktir t.d. Jesús og María mey og Krish- na. Mér skilst að Yogananda hafi verið avatar og einnig Sai Baba sem enn er á lífi. Eg hef heyrt um aðra indverska konu sem sögð er vera ein af holdgunum hinnar guðlegu Móður. Hún er kölluð Amritanandamayi Ma eða Amma- chi og ég las einhvers staðar að hún væri búsett í Banda- ríkjunum. Fleiri munu vera á jörðinni núna sem kjósa að starfa óþekktar. Hver og ein birtir mismunandi þátt hinnar guðlegu Móður. Sérhver avatar hefur sínu sérstaka hlutverki að gegna. Þeir koma allir frá hinni sömu uppsprettu og ljósið sem þeir koma með niður til jarðarinnar er hið sama. Móðir Meera hefur verið spurð að því hvað Jesús og Krishna komu með til Jarðarinnar og svaraði hún því að Jesús hafi tekið á sig mynd fórnar. Krishna hafi komið með kærleika og frið. María mey er hins vegar tákn sam- úðar. Móðir Meera boðar hamingju og frið. En hver er Móðir Meera? Móðir Meera er ung kona, aðeins 32 ára gömul. Hún fæddist í litlu þorpi í Suður-Indlandi þann 26. desember 1960. Stúlkan Kamala Reddy var af bændafólki, fólki sem var ekki sérlega trúað. En öllum var þó ljóst að Kamala litla bjó yfir óvenjulegum mætti, að hún var engin 46

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.