Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 53

Morgunn - 01.06.1993, Page 53
MORGUNN annað en að hringja og boða komu sína. Og svo auðvitað að koma sér á staðinn. Thalheim, þar sem hún býr, er lítið þorp í Þýskalandi. Þar er hvorki hægt að fá keypta gistingu né mat. Þeir sem fara til Móður Meeru verða að gista í þorpunum í kring. Hún hefur opið hús fjögur kvöld í viku og það kostar ekk- ert að fara til hennar. Nú er ekki leyft að koma til hennar oftar en tvö kvöld í röð nema þeir sem búa utan Evrópu. Hist er á bílaplani í þorpinu. Aðstoðarmaður hennar sækir hópinn þangað. Hann útskýrir hvernig heimsóknin gengur fyrir sig, síðan er gengið fylktu liði um götur þorpsins upp að húsi Móður Meeru. Einn og einn þorpsbúi lítur upp frá störfum sínum eða út um glugga en þeir virðast fyrir löngu hættir að kippa sér upp við þessa skrúðgöngu fólks af ýmsum þjóðernum um þorpið sitt. Þeir sem eru að koma í fyrsta sinn ganga á undan, þeir njóta nefnilega þeirra forréttinda að fá að sitja næstir henni. Það eru fráteknir bekkir fyrir þá og nokkur gólf- pláss fyrir þá sem treysta sér til að sitja grafkyrrir á púða á gólfinu í tvær til tvær og hálfa klukkustund. Fólkið, 150 manns, kemur sér fyrir í salnum og situr í þögn og bíður hennar. Líkt og allt annað sem snýr að Móður Meeru er salurinn látlaus og einfaldur, ekkert skrum. Upp við vegg í miðjum salnum er lítill hvítur hægindastóll og ofinn indverskur renningur á gólfinu fyrir framan hann. Þegar kirkjuklukkurnar hringja á slaginu sjö gengur hún inn í salinn, smávaxin og fögur, og sest í hæginda- stólinn. Þar situr hún í þögn og horfir niður á hendurnar í kjöltu sér. Einn aðstoðamanna hennar stendur upp og krýpur fyrir framan hana til að meðtaka blessun hennar. Fyrst heldur hún um höfuð hans og horfir síðan í augu hans. Þetta tekur ekki nema um það bil eina mínútu. Stakur stóll stendur rétt við stólinn hennar. En hann er 51

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.