Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 55

Morgunn - 01.06.1993, Page 55
José & Lena Stevens* s Islandsbók Mikaels Um miðla Fólki er tíðrætt um svikamiðla. Því viljum við leggja orð í belg um þá. Hafa verður í huga, þegar rætt er um miðla og hæfileika þeirra, að á hæfileikum þeirra er stigsmunur. Til eru miðlar sem eru 90% áreiðanlegir. Það eru líka til miðlar sem eru ekki nema 25% eða jafnvel 10% áreið- anlegir. Þeir miðlar sem eru lítt áreiðanlegir eða hreint og beint óáreiðanlegir eru í raun ekki svikamiðlar; þeir segjast aðeins vera áreiðanlegri en þeir eru að öllu jöfnu. Þannig getur hæfileikalítill miðill verið mjög áreiðanlegur á góðum degi. Þetta gerir allt mat á miðilsfyrirbærum svo erfitt viðfangs. Þeir eru ekki að öllu jöfnu að blekkja því þeir hafa einhverja hæfileika en tilhneigingin er sú að gera meira úr hæfileikum sínum en efni standa til. Gera þarf greinarmun á slíkum miðlum og svo þeim sem eru e.t.v. mjög áreiðanlegir en að sama skapi ráðríkir um hagi þeirra sem til þeirra leita. Þið þekkið öll dæmin af sígaunakerlingunum, sem oft á tíðum eru mjög hæfileika- ríkar, en geta ráðskast svo með fólk með sannfæringar- krafti sínum að þær féfletta það. Grein sú er hérfer á eftir er úr hókinni Islandsbók Mikaels. Í henni er að finna svör frœðsluaflsins Mikaels við margvíslegum spurningum sem lagðar voru fyrir afritstjóra bókarinnar, Jörundi Guðmundssyni. Meginefni bókarinnar er greining á íslensku þjóðinni og sögu hennar samkvœmt kenningu Mikaels. Jafnframt er leitast við að varpa nokkru Ijósi á hugmyndir margra íslendinga um andlegan arf þjóðarinnar. Bókin er gefin út af Bókaklúbbi Birtings.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.