Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 62

Morgunn - 01.06.1993, Page 62
MORGUNN þessum sömu stöðum er að finna fomar upplýsingar sem þær vilja varðveita. Þegar þær sjá fram á að mennirnir ætla að raska ró þessara staða á einhvern hátt, þá grípa þær til sinna ráða til að hindra þau áform. Þið þekkið sjálfsagt hvemig þetta gerist, tæki bila, fólk slasast o.s.frv. Þegar rætt er um huldufólk kemur ýmislegt upp sem vert er að hafa í huga. Eins og áður sagði þá eru verur eða andar náttúrunnar fjölbreyttar og birtingarmyndir þeirra því æði misjafnar. Það hvemig þessar verur birtast ólíkum mönnum tekur gjarnan á sig mynd þess sem viðtakandinn getur skilið. Samskipti manna við þessar verur eru og geta verið mjög raunveruleg en flokkun ykkar er ekki alltaf eins klippt og skorin í raun og þið viljið vera láta. Það er því í fyllsta máta eðlilegt þegar fólk segir frá samskiptum sínum við það sem kallað er huldufólk að það skynji eitthvað slíkt í raun og vem. Það er ekki þar með sagt að alltaf sé um raunverulegt huldufólk að ræða sem býr í híbýlum svipuðum manna, stundar landbúnaðarstörf og hefur hunda, hesta og kýr. Miklu oftar er um það að ræða að mennskar verur skynja einfaldlega þessar hjálparverur lífríkisins og mannlífsins þar með og þær birtast þeim á þann hátt sem er þeim skiljanlegur. Huldufólk hjálpar, varar við og refsar mannverum samkvæmt þjóðsögunum en oftast er þar um að ræða hjálparverur úr náttúrunni sem hafa verk að vinna, líkt og að gæta umhverfisins eða hjálpa fólkinu. Þær koma skilaboðunum á framfæri við okkur í skiljanlegum myndum, en það þýðir ekki endilega að það lifi lífi hliðstæðu ykkar og reki búsmala á beit. Vegna þeirrar orku sem er í landinu og þá sérstaklega á tilteknum stöðum þá er hulan milli efnisheimsins og heims þessara anda ákaflega þunn. Þess vegna eru samskipti af þessu toga svo fyrirferðarmikil í landinu ykkar. Þetta er, eins og fyrr var greint frá, höfuðástæðan fyrir því að Paparnir sóttu til landsins ykkar. En vegna 60

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.