Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 65

Morgunn - 01.06.1993, Side 65
Joe Fisher & Joel L.Whitton Líf á milli lífa* Máttur viljans „...leitið, og þér munuðfinna; knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða”. Matt. 7:7. Michael Gallander Ph.D. var einn þeirra sjaldgæfu ein- staklinga sem hafa eiginlega allt. Svo virtist að minnsta kosti í augum samstarfsmanna hans hjá IBM. Michael var fluggreindur, vel á sig kominn, hafði útlitið með sér og var auk þess aðlaðandi. Hugsun hans var skörp en jafn- framt leikandi létt og hann var algjör „galdramaður” á sviði rafeindatækni; snjall og uppfinningasamur. Þar af leiddi að hann naut virðingar lykilmanna fyrirtækisins. Hann var að auki þeirrar gerðar að hann var ónískur á tíma sinn og orku. Flesta daga tróð hann einn vasa sinn út af smámynt til að gefa drykkjufólki og öðrum utangarðsmönnum, sem urðu á vegi hans. Annar vasi var úttroðinn brauði handa dúfunum, sem höfðust við skammt frá vinnustað hans. Mjög fáir vissu - og engan hefði grunað - að Michael Gallander þjáðist af innri togstreitu sem honum var * Grein þessi er útdráttur úr bókinni Líf á milli lífa. Bók þessi er samantekt á áralöngum rannsóknum geðlœknis á fyrrilífaminningum fólks í dásefni. Aukfrásagna afreynslu fólks affyrri lífum er sett fram afar merkileg kenning um hvað á sér stað á milli lífa fólks, þegarþað endurmetið liðin lífog leggur á ráðin um það nœsta. Bókin er gefm út af Bókaklúbbi Birtings. 63

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.